Markaðsátak Skyhook ehf. - Framþróun vöru og markaðsmála - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

19.1.2018

Afrakstur markaðsátaksins skilaði stærsta samningi félagsins frá upphafi þegar Iberia Airlines ákvað að gera samning um aðgang að lausninni fyrir alla flugvirkja sína í Barcelona og útstöðvum.

Stefnumótun á markaðsmálum ásamt þróun á vörumerki Skyhook ehf. með markaðsátak í brennidepli. Afrakstur markaðsátaksins skilaði stærsta samningi félagsins frá upphafi þegar Iberia Airlines ákvað að gera samning um aðgang að lausninni fyrir alla flugvirkja sína í Barcelona og útstöðvum. Markvisst markaðsstarf sem fól í sér framleiðslu á kynningarbæklingum ásamt kynningarmyndefni hjálpaði gífurlega við að klára þann samning.

Heiti verkefnis: Markaðsátak Skyhook ehf. - Framþróun vöru og markaðsmála
Verkefnisstjóri: Gísli Haukur Þorvaldsson, Skyhook ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1 ár
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164177061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Afrakstur

Afurð verkefnisins mun nýtast í áframhaldandi markaðssókn í markhópum sem stefnumótun og greiningarvinna hefur leitt í ljós seinasta árið.

  • Stefnumótun nýs vörumerkis og nýrra afurða.
  • Endurhönnun á vefsvæði
  • Heildstæðir kynningarbæklingar
  • Leiðbeinandi myndefni fyrir notendur og viðskiptavini.
  • Stærsti samningur frá stofnun fyrirtækisins.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica