Markaðssetning á innlendum markaði - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

8.11.2016

Meginmarkmið fyrirtækisins geoSilica ehf. er að þróa og framleiða hágæða kísilheilsuvörur úr skiljuvatni íslenskra jarðvarmavirkjana. 

Þetta verkefni er í beinu framhaldi af verkefninu sem hlaut verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2012. Verkefnið hét „Hágæða kísilafurðir úr affallsvatni frá jarðvarmavirkjunum“. Í dag framleiðir geoSilica hágæða kísilsteinefni unnið úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Stefna fyrirtækisins er að auka lífsgæði almennings með því að stuðla að auknu heilbrigði og hreinna umhverfi. Meginmarkmið fyrirtækisins er að þróa og framleiða hágæða kísilheilsuvörur úr skiljuvatni íslenskra jarðvarmavirkjana ásamt því að styrkja heilbrigðiskerfið með bættri heilsu almennings.

Heiti verkefnis: Markaðssetning á innlendum markaði
Verkefnisstjóri: Ágústa Valgeirsdóttir, geoSilica Iceland ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís. 153408-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Meginmarkmið þessa verkefnis var því að markaðssetja kísilsteinefni geoSilica á innlendum markaði. Kísilsteinefnið kom á markað í lok síðasta árs og hefur salan aukist allverulega frá því varan kom fyrst á markað. Kísilsteinefni geoSilica var söluhæsta vara Heilsu ehf. árið 2015 eftir aðeins árs reynslu á markaði. Sölumarkmið verkefnisins stóðust ekki eins og uppgefið var í upphafi hins vegar má segja að sölutölur hafi verið 70% af því sem áætlað var. Það telst mjög gott miðað við sölutölur á bætiefnum á markaðinum. Öðrum markmiðum geoSilica með innkomu inn í matvöruverslanir og uppsetning vefverslunar á vefsíðu fyrirtækisins var að fullu náð. geoSilica hefur því komið sér vel á framfæri á innlendum markaði þökk sé markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði og mun því stefnan vera sett á erlendan markað í næsta verkefni. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica