Markaðssetning á ískrapavélum til hreinsunar á vatni í landbúnaði og matvælavinnslu - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.3.2016

Tengsl við erlenda samstarfsaðila í Danmörku og Hollandi hafa verið efld og lagður grunnur að nokkrum verkefnum. 

Í þessu verkefni hefur markaðurinn fyrir “freeze crystallization” hreinsibúnað verið kannaður. Framkvæmdar hafa verið fortilraunir við hreinsun á ýmsum vökvum sem talinn er markaðslegur grundvöllur fyrir, svo sem í landbúnaði og matvælaiðnaði.

Heiti verkefnis: Markaðssetning á ískrapavélum til hreinsunar á vatni í landbúnaði og matvælavinnslu
Verkefnisstjóri: Þorgeir Pálsson, Tekla ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153028-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Fengnir hafa verið samstarfsaðilar á Íslandi til þess að vinna með að tilraunum og vöruþróun á lausn sem byggir á „freeze crystalaization“. Tengsl við erlenda samstarfsaðila í Danmörku og Hollandi hafa verið efld og lagður grunnur að nokkrum verkefnum. Seldar hafa verið 4 vélar til hreinsunar á vökvum með ískrapa (freeze crystallization).

Unnar hafa verið fyrstu tilraunir til þess að leysa þau vandamál sem eru til staðar til þess að skapa heildarlausn, til viðbótar við þær vélar sem hafa verið seldar. Ískrapavélar, sem seldar eru undir vörumerkinu Thor Ice hafa reynst vel í þessum lausnum, en í ljós hefur komið að auka má skilvirkni lausnarinnar með því að þróa viðbót við  ískrapavélarnar. Prófanir hafa verið gerðar og fyrsta frumgerð var smíðuð. Skiluðu þessar prófanir þeim árangri að talið er að hægt verði að leysa þetta verkefni og þar með auka sölu á Thor Ice-ískrapavélum og lausnum á þennan markað.

Afrakstur verkefnisins

  • Þorgeir Pálsson, Thorp ehf. Samantekt um markað
  • Teknologisk Institue, Energieffektiv seperation vha. frysekoncentrering
Þetta vefsvæði byggir á Eplica