Markaðssetning á nýjum snyrtivörum sem byggja á lífvirkum efnum úr hreinni náttúru Íslands - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.6.2016

Vörurnar eru sérstakar að því leyti að þær byggja á fáum, öflugum og mjög hreinum innihaldsefnum sem má borða. 

TARAMAR hefur lokið þróun á hágæða snyrtivörum sem byggja á lífvirkum efnum úr íslensku sjávarfangi og lífrænt ræktuðum læknajurtum. Vörurnar byggja á langtíma rannsóknum sem hafa farið fram í samvinnu við innlendar og erlendar rannsóknastofnanir og háskóla. Þróaðar hafa verið nýjar leiðir til að losa virk efni yfir ákveðinn tíma og ferja þau inn í dýpstu lög húðarinnar. Sannprófanir á virkni varanna hafa farið fram með nýjum aðferðum er byggja á lifandi frumulíkönum.

Heiti verkefnis: Markaðssetning á nýjum snyrtivörum sem byggja á lífvirkum efnum úr hreinni náttúru Íslands
Verkefnisstjóri: Guðrún Marteinsdóttir, TARAMAR ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj.kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 152968-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Vörurnar eru sérstakar að því leyti að þær byggja á fáum, öflugum og mjög hreinum innihaldsefnum sem má borða. Þannig innihalda vörurnar engin rotvarnarefni eða önnur óæskileg efni sem geta haft slæm áhrif á húð eða innra umhverfi líkamans. Megintilgangur þessa verkefnis var að undirbúa markaðssetningu inn á erlenda markaði og nota um leið íslenska markaðinn sem prufumarkað. Lokið var við hönnun á útliti, vefsíðu og kynningarefni og voru fyrstu vörurnar settar á íslenska markaðinn í október 2015. Markaðssetningu var fylgt eftir með auglýsingum, viðtölum, kynningum, Facebook-færslum og leikjum. Sala hefur aukist stigvaxandi frá upphafi. TARAMAR hefur tekist að ná sérstaklega góðu sambandi við neytendur, m.a. með aðstoð B-hluthafa og hafa miklar upplýsingar nú þegar skilað sér hvað varðar ánægju og viðhorf neytenda. Undirbúningur að markaðssetningu erlendis er í gangi og samræður við aðila sem vilja markaðssetja TARAMAR annars vegar í Englandi og hins vegar í Bandaríkjunum hafa staðið yfir í tæpt ár. Niðurstöður benda til að markasetning muni fyrst eiga sér stað í Bandaríkjunum og verða fyrstu markaðsaðgerðir framkvæmdar næstkomandi haust 2016. 

Afrakstur

  • Viðskipta- og markaðsáætlun TARAMAR 2016
  • Útlitshönnun og umbúðir
  • Kynningarefni og fjöldi viðtala

Þetta vefsvæði byggir á Eplica