Markaðssetning á "sodium reduction" -lausn - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

4.11.2015

Arctic Sea Minerals ehf. hefur þróað og fengið einkaleyfi á framleiðsluaðferð á nýrri tegund af saltkorni sem hefur 30-60% minna magn af natríum en sambærilega tæknilegu virkni og sambærileg bragðgæði og hefðbundið matarsalt.

Ofneysla af natríum (e. sodium) veldur of háum blóðþrýsting sem eykur stórlega líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Í hinum vestræna heimi neytir fólk að meðaltali 8-11g/dag af salti en Alþjóða heilbrigðisstofnuin WHO hefur ráðlagt fólki að neyta ekki meira en 5g/dag (salt er 40% natríum). Megnið af því natríum (e.sodium) sem fólk neytir, eða 75% kemur úr unnum matvælum og eru matvælaframleiðendur undir miklum þrýsting frá yfirvöldum að draga úr natríum (e. sodium) notkun í sinni framleiðslu. Á næstu árum má búast við að stjórnvöld í Evrópu og Bandaríkjunum setji lög og reglur um hámark natríum (e. sodium) í matvælum. Talið er að markaðurinn fyrir „sodium reduction“ lausnir muni á næstu árum vaxa um 11% á ári og er áætlað að heildarverðmæti markaðarins verði 1 milljarður USD árið 2018. Hefðbundið salt er um 40% natríum og er verkefnið því að draga úr salti í matvælum. Hér er um flókið verkefni að ræða því salt hefur bæði tæknilega (kemíska) virkni í matvælum og flókin áhrif á bragðgæði matvara.

Heiti verkefnis: Markaðssetning á "sodium reduction" -lausn
Verkefnisstjóri: Ingimar Helgason, Arctic Sea Minerals ehf. (ASM)
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142666-061
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

ASM hefur þróað og fengið einkaleyfi á framleiðsluaðferð á nýrri tegund af saltkorni sem hefur 30-60% minna magn af natríum en sambærilega tæknilegu virkni og sambærileg bragðgæði og hefðbundið matarsalt. Framleiðslan er unnin úr efnaríkum jarðsjó á Reykjanesi en þar er um að ræða einstaka náttúruauðlind á heimsvísu. Varan er því fyrsta 100% náttúrulega lausnin á markaðnum þar sem öll innihaldsefnin (magnesíum, kalíum og snefilefni) er tengd saman í hverju saltkorni. Lausnin uppfyllir kröfur matvælaframleiðanda um engin viðbætt efni á merkingum (e. clean label), tæknilega virkni og hámarks bragðgæði. Fyrstu niðurstöður úr gæða- og skynmatsprófunum hafa verið jákvæðar varðandi mögulega markaðssetningu á vörunni.

Til að leysa tæknileg mál og til að framleiða sýnishorn af vörunni hefur ASM þróuð og smíðað frumgerð af framleiðslubúnaði sem framleiðir heilsusalt úr jarð- og hafsjó af Reykjanesi. Gæða- og skynmatspróf á sýnunum voru framkvæmd í samvinnu við Matís og alþjóðlegan matvælaframleiðanda. Samið var við við HS Orku um aðgengi að aðföngum fyrir framleiðsluna og var verkefnið kynnt fyrir tilvonandi fjárfestum í samvinnu við leiðandi fjármálaráðgjafa fyrirtæki

Afrakstur:

  • Frumgerð af framleiðslubúnaði sem framleiðir Single-grain heilsusalt samkvæmt einkaleyfisvarinni aðferð
  • Sýnishorn af Single-grain heilsusalti framleitt samkvæmt einkaleyfisvarinni aðferð
  • Niðurstöður úr skynmatsprófi á heilsusalti ASM í samvinnu við Matís og PepsiCo
Þetta vefsvæði byggir á Eplica