Markaðssetning As We Grow í Japan - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjórans

30.11.2016

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs gerði As We Grow kleift að stíga sín fyrstu skref á japönskum markaði með hágæðafatnað sinn, sem byggir á sérstakri hönnun og að fötin “vaxi með barninu”.

Á árinu 2015 var íslenska hönnunarfyrirtækinu As We Grow úthlutað markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að ráðast í markaðssókn á Japansmarkaði. Markmið fyrirtækisins var að ná fótfestu á markaði í Japan með hágæðafatnað sinn, sem byggir á sérstakri hönnun og að fötin “vaxi með barninu”. Lögð var áhersla á að byggja upp samband við dreifi- og söluaðila og leggja þannig í samvinnu við þá, grunninn að markaðssetningu As We Grow í Japan.

Heiti verkefnis: Markaðssetning As We Grow í Japan
Verkefnisstjóri: Margrét (Gréta) Hlöðversdóttir, As We Grow ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153428-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs gerði As We Grow kleift að stíga sín fyrstu skref á japönskum markaði og ráðast í fjölbreytt markaðsverkefni sem fólst meðal annars í heimsóknum milli landa, þátttöku í sýningum, gerð markaðsrannsókna og eflingu innviða fyrirtækisins.

As We Grow tók þátt í fimm virtum vörusýningum á árinu. Samhliða því stundaði As We Grow samfellt sölu- og markaðsstarf ásamt japönskum dreifiaðila, en As We Grow vörur eru nú seldar í yfir 20 verslunum í Japan. Verkefnið leggur grunninn að áframhaldandi öflugri markaðssetningu As We Grow í Japan. Mikill áhugi er á Íslandi í Japan og við finnum strax að Hönnunarverðlaun Íslands 2016 sem fyrirtækið hlaut á dögunum skipta miklu máli í að byggja upp þekkingu á vörumerki AS WE GROW á þessum mikilvæga markaði.

Afrakstur: 

  • Undirritað samkomulag við dreifiaðila í Japan
  • Markaðs- og kynningarefni fyrir sýningar í Japan
  • Markaðsrannsóknir og markhópagreining á japanska markaðinum
  • Þátttaka í sýningum í Japan
  • Uppfærsla á vefverslun
  • Aðlögun framleiðslu að japanska markaðnum
  • As We Grow vörur seldar í yfir 20 verslunum í Japan

Þetta vefsvæði byggir á Eplica