Markaðssetning og vefsala á ilmvötnum Andreu Maack - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.1.2017

Með nýja vöru og útlit hóf fyrirtækið samstarf við verslanir og aðila sem hafa sterka stöðu á samfélagsmiðlum og netverslunum.

í byrjun árs 2016 kom á markaðinn ný vörulína frá íslenska ilmvatnsmerkinu Andrea Maack, sem hönnuð var með netsölu og markaðssetningu að leiðarljósi. Það er mikil áskorun að útskýra ósýnilega vöru í máli og myndum, því er brýn þörf á nýrri nálgun í þróun og markaðssetningu á ilmvörum til að mæta nýjum og spennandi tímum þar sem vefsala og samfélagsmiðlar gegna lykilhlutverki.

Heiti verkefnis: Markaðssetning og vefsala á ilmvötnum Andreu Maack
Verkefnisstjóri: Andrea Maack, AMP ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153270-061 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með nýja vöru og útlit hóf fyrirtækið samstarf við verslanir og aðila sem hafa sterka stöðu á samfélagsmiðlum og netverslunum þar sem framlag fyrirtækisins í því samstarfi var markaðsefni með afþreyingargildi, vörulínu sem auðvelt er að koma til skila í myndum sem hvetur viðskiptavininn til þess að birta vöruna á sínum eigin samfélagsmiðlum. 

Greinilegt er að með réttum aðferðum má koma markaðsefni til skila og eiga samstaf við risastóra hópa af fólki um allan heim og færa þeim íslenskt hugvit og menningu milliliðalaust, án þess að vera með þunga yfirbyggingu. 

Á næstu misserum verður lögð áhersla á frekari landvinninga, breikkun vörulínu, fjölgun endursöluaðila (e-tail) ásamt því að áhugavert samstarf er í bígerð. 

Valdar greinar:

http://www.anothermag.com/fashion-beauty/9305/where-abstract-perfumery-meets-sculptural-still-life

http://www.wmagazine.com/story/new-surreal-fall-2016-fragrances

https://intothegloss.com/2016/06/nostalgia-perfume/

http://www.byrdie.co.uk/international-beauty-products-editors-love/slide7

http://www.vogue.it/l-uomo-vogue/bellezza/2016/04/11/new-scents/

http://www.wallpaper.com/lifestyle/icelandic-andrea-maack-two-new-scents

https://www.oddsson.is/adamandandreaexploreiceland/

https://www.66north.com/whats-on/andrea-maack-the-scent-of-fog-and-swimming/

http://www.fragrantica.com/perfume/Andrea-Maack/Soft-Tension-39036.html

http://em.residencemagazine.se/andrea-maack-launch-and-rebranding/

Þetta vefsvæði byggir á Eplica