Markaðssókn ATMO Select-tónlistarþjónustunnar í Hollandi og Þýskalandi

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

30.9.2015

Fyrirtækið sá um heildartónlistarlausn fyrir eina af stærstu tískuráðstefnum í Evrópu.

ATMO Select hlaut styrk til markaðssetningar á tónlistarlausn sinni í Hollandi og Þýskalandi í byrjun árs 2015. Á tímanum hefur fyrirtækið komið sér upp öflugu söluteymi og útbúið markaðs- og söluefni á hollensku og þýsku.

Heiti verkefnis: Markaðssókn ATMO Select-tónlistarþjónustunnar í Hollandi og Þýskalandi
Verkefnisstjóri: Ívar Kristjánsson, ATMO Select
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142467-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Fyrirtækið hefur gert þjónustusamninga við fjölda fyrirtækja og séð um heildartónlistarlausn fyrir eina af stærstu tískuráðstefnum í Evrópu sem haldin var í Berlín í júlímánuði. Nú standa yfir viðræður við stóra aðila sem sumir hverjir eru með hundruð og jafnvel þúsundir verslana ásamt því að unnið er að innleiðingarferli í stóra hótelkeðju og spennandi samstarfssamningar við öflug fyrirtæki eru í burðarliðnum.

„Ég tel að Tækniþróunarsjóður sé gífurlega mikilvæg stoð bæði fyrir íslenska nýsköpun og tækniþróun ásamt því að veita mikilvægan stuðning við sprotafyrirtæki sem eru með vöru eða þjónustu sem á erindi á alþjóðlega markaði,“ segir Ívar Kristjánsson, framkvæmdastjóri ATMO Select.

http://atmoselect.com/

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica