Markaðssókn HR Monitor á erlendan markað – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.7.2018

HR Monitor er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir SaaS-hugbúnað sem, meðal annars, mælir upplifun mannauðs á mikilvægustu þáttum í starfsumhverfinu.

Með markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði hefur HR Monitor verið gert kleift að taka fyrstu skref inn á Bandaríkjamarkað, taka þátt í Expo á stórum ráðstefnum ásamt því að útbúa kynningarefni.

HR Monitor er framsækið hugbúnaðarfyrirtæki sem framleiðir SaaS-hugbúnað sem mælir upplifun mannauðs á mikilvægustu þáttum í starfsumhverfinu og spáir fyrir um hversu líklegt er að fyrirtæki/svið/hópar/deildir nái markmiðum sínum með þann mannskap sem þar starfar. Hugbúnaðurinn er sérhæfð mannauðsstýringarlausn.

Í framhaldi af að HR Monitor var valið í TINC-viðskiptahraðal norrænu Nýsköpunarmiðstöðvanna í Silicon Valley haustið 2016 hefur fyrirtækið unnið markvisst að því að aðlaga HR Monitor að Bandaríkjamarkaði. Í dag er HR Monitor að fullu tilbúið fyrir Bandaríkjamarkað og fulltilbúin SaaS-lausn. 

Sótt var með kynningar á HR Monitor á austurströnd Bandaríkjanna þ.e. Boston-svæðið, vesturströnd Bandaríkjanna þ.e. San Francisco-svæðið og miðríkjanna þ.e. Chicago-svæðið til að meta hvar og hvernig sækja ætti inn á markaðinn. Fyrir liggur að þessu verkefni loknu fjöldi “leads” þ.e. tækifæra sem munu vonandi á næstu vikum og mánuðum skila sér í viðskiptum. Þegar eru komnir fyrstu erlendu viðskiptavinirnir. 

Heiti verkefnis: Markaðssókn HR Monitor á erlendan markað
Verkefnisstjóri: Gunnhildur Arnardóttir, CEO Huxun ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1 ár
Fjárhæð styrks: 10 millj.kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 175714

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Árangur:

  • Hönnun á vefsíðu fyrir USA-markað til að styðja við SaaS-lausn.  www.hrmonitor.com
  • Markaðs- og kynningarefni fyrir sýningar í Bandaríkjunum.
  • Þátttaka í Select USA þ.e. ferð á vegum Bandaríska sendiráðsins til Boston.
  • Þátttaka í Expo stórri mannauðsstjóraráðstefnu í San Francisco
  • Heimsóknir og kynningar til bandarískra frumkvöðlasetra og fengum lærdóm hjá 14 fyrirtækjum um þeirra sókn á Bandaríkjamarkað. 
  • Þátttaka í Expo á stærstu árlegu ráðstefnu mannauðsstjórasamtaka Bandaríkjanna í Chicago.
  • Notendaskilmálar og persónuverndarskilmálar hannaðir með aðstoð USA-lögfræðinga til að styðja við vöruna inn á Bandaríkjamarkað og Evrópusambandsmarkað.
  • Ýmislegt annað markaðsefni s.s. keyptar ljósmyndir útlit og litir, kynningarefni, sýningarstandar o.fl.








Þetta vefsvæði byggir á Eplica