Með Poseidon toghlerann á markað – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

31.3.2020

Betri nýting sjávarafurða, minna brottkast, minni olíueyðsla, stuðningur við sjálfbærni veiða, umhverfisvænir toghlerar.

PolarTækniþróunarsjóður hefur styrkt Poseidon verkefnið á undanförnum árum, bæði með verkefnisstyrk og nú með markaðsstyrk.

Stuðningur sjóðsins er mjög mikilvægur fyrir fyrirtæki eins og Pólar toghlera sem stundar öfluga vöruþróun á toghlerum til fiskveiða og hefur hjálpað til að þróunin hefur átt sér stað og nú með stuðningi til markaðssetningar.

Poseidon, stýranlegir toghlerar, hafa sannað að verulegur ávinningur er við notkun þeirra þar sem hægt er að stjórna veiðarfærinu í þá staðsetningu í sjónum sem skipstjórinn ákveður.

Með fiskleitartækjum skipsins, þá sjá skipstjórnarmenn fiskitorfurnar fyrir framan skipið og geta þá stjórnað veiðarfærinu í rétta stöðu í sjónum til að veiða þær tegundir sem skipið hefur leyfi og kvóta til.

Með þessu er hægt að stuðla að bættum veiðiskap á þeim tegundum sem sóst er eftir og dregur úr brottkasti og stuðlar að betri umgengni og nýtingu sjávarstofna.

Ennfremur er það veruleg hagræðing að geta stjórnað toghlerunum þannig að rétt hlerabil haldist hvort sem togað er með eða á móti straum sem hefur bæði með veiðihæfni trollsins og olíueyðslu skipsins gera.

Betri nýting sjávarafurða, minna brottkast, minni olíueyðsla, stuðningur við sjálfbærni veiða, umhverfisvænir toghlerar.

Heiti verkefnis: Með Poseidon toghlerann á markað
Verkefnisstjóri: Atli Mar Josafatsson
Styrkþegi: Pólar toghlerar ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Fjöldi styrkára: 1
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica