Milliliðalaust B2B markaðstorg fyrir vörur ætlaðar ferðamönnum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.4.2018

Markaðstorg Bókunar hefur verið í þróun síðastliðin ár og er nú í mikilli notkun hjá fyrirtækjum á öllum sviðum ferðaþjónustunnar og er notað af yfir 1200 ferðaþjónustuaðilum í yfir 35 löndum.

Með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur Bókun nú lokið við gerð milliliðalauss B2B (e. Business to business) markaðstorgs fyrir vörur ætlaðar ferðamönnum. Kerfið hefur verið í þróun síðastliðin ár og er nú í mikilli notkun hjá fyrirtækjum á öllum sviðum ferðaþjónustunnar – s.s. ferða og afþreyingar, bílaleiga, gististaða og endursöluaðila.

Heiti verkefnis: Milliliðalaust B2B markaðstorg fyrir vörur ætlaðar ferðamönnum
Verkefnisstjóri: Ásthildur Skúladóttir, Bókun ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2016-2017
Fjárhæð styrks: 24 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 164043

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Markaðstorgið er notað af yfir 1200 ferðaþjónustuaðilum í yfir 35 löndum. Yfir 700 þúsund bókanir fóru í gegnum kerfi Bókunar árið 2017 og var heildarbókunarupphæð yfir 25 milljarðar króna. Yfir 13 þúsund kross-sölusamningar milli ferðaþjónustuaðila hafa verið gerðir á Markaðstorgi Bókunar – og yfir 63% birgja innan Markaðstorgs Bókunar kross-selja einnig aðra birgja (sem er einstakt í heiminum).

Það er því ljóst að með aðstoð Tækniþróunarsjóðs hefur Bókun þróað kerfi sem hefur aukið hag íslenskrar ferðaþjónustu, íslensks atvinnulífs og þjóðarbúsins nokkuð.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica