Moodist - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans.

31.3.2017

Hægt er að lýsa Moodist að einhverju leyti sem Twitter fyrir umsagnir þar sem umsagnir geta verið með tilfinninga- og einkunnatengdar áherslur. 

Moodist er alhliða umsagnakerfi sem sameinar einkunnir helstu umsagnakerfa og kemur með meiri dýpt og fjölbreytileika í umsagnir og einkunnagjöf í þekktum umsagnaflokkum. Mikill vöxtur hefur orðið í umsögnum undanfarin ár og eru þær að verða mikilvægur partur af allri sölu á bæði vörum og þjónustu á netinu. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að traust til umsagna neytenda á netinu hefur aukist. Moodist leitast við til lengri tíma litið að gera umsagnir persónulegri og á sama tíma tengdari vörum og þjónustu fyrirtækja.

Heiti verkefnis: Moodist
Verkefnisstjóri: Halldór Fjalldal, Moodist ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2015
Fjárhæð styrks: 7 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 153470061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Fyrsta útgáfa vefhluta Moodist er kominn í loftið fyrir kvikmyndir á www.moodist.com. Notendur geta leitað eftir kvikmyndum út frá sameinaðri einkunn frá þekktum kvikmyndavefjum og séð sundurliðun einkunna. Hægt er að lýsa Moodist að einhverju leyti sem Twitter fyrir umsagnir þar sem umsagnir geta verið með tilfinninga- og einkunnatengdar áherslur. Sem dæmi þegar kvikmyndaumsögn er skrifuð að þá hefur notandinn aðgang að fyrirframskilgreindum kvikmyndaáherslum, leikurum og þeim sem koma að kvikmyndinni beint út frá umsagnatextanum. Notandinn getur svo tengt jákvæðar og neikvæðar tilfinningar við þessar áherslur eða einkunnagjöf í textaformi. Fyrirframskilgreindar áherslur auðvelda notandanum að tengja við það sem skiptir þá máli hverju sinni en þeim er einnig frjálst að búa til sínar eigin áherslur og tilfinningar.

Einkunnakerfi Moodist er staðlað gagnvart einkunnum annarra umsagnakerfa á skalanum 0 – 10. Þá er hægt að tengja jákvæðar og neikvæðar tilfinningar (tjákn, emoji) við gefna einkunn. Notendur geta síðan tengt ljósmyndir við jákvæðar og neikvæðar tilfinningar til að leggja myndrænt áherslu á tilfinningatengdar einkunnagjafir og áherslur. Fleiri umsagnaflokkum verður síðar meir bætt við fyrir sjónvarpsþætti og bækur svo dæmi séu tekin. Til lengri tíma litið þá verður smám saman hægt að nýta þá virkni sem Moodist hefur uppá að bjóða gagnvart vörum og margs konar þjónustu fyrirtækja og ýmsir möguleikar verða fyrir hendi í þróun á vefpluginum sem utanaðkomandi kerfi geta nýtt sér.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica