Mótherji: Vettvangur fyrir skalanlega upplýsingaöryggisþjálfun - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

20.6.2019

Adversary (Mótherji) er verkefna- og þjálfunarkerfi sem gefur forriturum og öðrum í hugbúnaðarþróun tækifæri á að fræðast, á verklegan hátt, um hættur og ógnir vegna netárasa. 

Netárasir á fyrirtæki eru vaxandi vandamál á heimsvísu. Á fyrri helmingi ársins 2018 urðu tæplega þúsund netárasir (e. data breaches) með yfir 4 milljarða færslur/reikninga (e. records). Öryggisfræðsla til starfsmanna í hugbúnaðarstörfum hefur verið ábótvant og farið mest fram í formi fyrirlestra sem getur verið flókið fyrir stjórnendur fyrirtækja að skipuleggja og skilja oft lítið eftir er varðar öryggisfræðslu og hvernig hugbúnaðarsérfræðinga fyrirtækja eigi að skrifa öruggari kóða. Með Adversary upplifa notendur raunverulegar afleiðingar af einföldum mistökum við hugbúnaðarþróun með því að setja sig í spor hakkarans. Lausnin byggir á “gamification” við að leysa þrautir sem tryggir skemmtilega upplifun fyrir notendur sem safna stigum og stunda starfsmenn samfellda (e. continuous) öryggisþjálfun allan ársins hring.

Syndis hlaut þriggja ára styrk frá Tækniþróunarsjóði. Styrkurinn var mikil lyftistöng fyrir fyrirtækið sem gerði því kleift að þróa lausnina og gera hana að fullbúinni útflutningsvöru. Markaðssetning á á lausninni hófst árið 2018. Viðtökur hafa verið mjög góðar og eru viðskiptavinir nú alls 17 og um 1.600 notendur. Þar á meðal eru stór erlend fyrirtæki á borð við Spotify, Betsson Group og Elisa í Finnlandi. Núverandi sölupípa er góð og telur yfir 70 fyrirtæki sem eru að prófa lausnina. Cybersecurity markaðurinn er mikill vaxtamarkaður og er talinn verða metinn á um USD 248 milljarða árið 2023 því ljóst að mikil tækifæri eru í Adversary lausninni.

Heiti verkefnis: Mótherji: Vettvangur fyrir skalanlega upplýsingaöryggisþjálfun
Verkefnisstjóri: Valdimar Óskarsson
Styrkþegi: Syndis slf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica