Mussila - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

10.10.2017

Mussila er röð tölvuleikja sem kenna börnum á aldrinum 5-9 ára grunnatriðin í tónlist í gegnum skapandi leik og tónlistaráskoranir. 

Mussila er röð tölvuleikja sem kenna börnum á aldrinum 5-9 ára grunnatriðin í tónlist í gegnum skapandi leik og tónlistaráskoranir. Fyrsti leikurinn kom út í App Store í júní á síðasta ári og fylgdu aðrir leikir í kjölfarið byggðir á sama vörumerki. Verkefnið fékk markaðsstyrk Tækniþróunarsjóðs í apríl 2016 en þar var kynnt áætlun um fyrsta hluta markaðssóknar sem gekk út á að byggja upp og tryggja vörumerkið á erlendum markaði, koma á tengslum við mikilvæga tengiliði með það að markmiði að fá umfjöllun um Mussila og sækja ráðstefnur þar sem Mussila yrði kynnt fyrir framtíðarkúnnum. Á vefsíðu Mussila var sett upp svæði fyrir fjölmiðlafólk og að auki var jafnt og þétt byggt upp tengslanet og ásýnd Mussila á samfélagsmiðlunum.

Heiti verkefnis: Mussila
Verkefnisstjóri: Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Rosamosa ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 163807061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Á þessu tímabili höfum við fengið umfjallanir í hátt á þriðja tug fjölmiðla sem fjalla um fræðsluefni og tölvuleiki og er þar um að ræða bæði rafræna vefmiðla og tímarit ætluð kennurum og foreldrum. Í þessum miðlum hafa leikirnir fengið mjög góðar umsagnir og háa einkunnagjöf. Þeirra á meðal má nefna umfjöllun í tónlistartímariti BBC , á vefsíðum iPhone Mum, Educational App Store og Fundamentally Children. Þá var fyrsti leikurinn okkar Mussila Musical Monster Adventure tilnefndur til Norrænu tölvuleikjaverðlaunanna 2017. Þessar umfjallanir og annað sem snýr að þessari markaðssókn hefur leitt til samstarfs við öfluga sölu- og dreifingaraðila í bæði Bretlandi og Kína. Þessa dagana fer í gang næsti áfangi verkefnisins þar sem þessir aðilar hafa mikilvægu hlutverki að gegna við að koma Mussila-leikjunum og öðrum Mussila-vörum á markað á næstu misserum.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit

Afrakstur

1.   Umfjallanir í hátt á þriðja tug vefmiðla.
Dæmi: iPhone Mum, tímarit BBC (október 2016), Fatherly, Fundamentally Children,
Educational App Store, Best Apps for kids.

2.   Skráningar vörumerkis Mussila í 56 löndum

3.   Þýðingar og staðfærsla á leikjum og kynningarefni í 26 verslunum App Store

Þetta vefsvæði byggir á Eplica