Mussila - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

1.12.2017

Mussila er röð tölvuleikja sem kenna börnum á aldrinum 5-9 ára grunnatriðin í tónlist í gegnum skapandi leik og tónlistaráskoranir. Fyrirtækið Rosamosi sem er útgefandi og framleiðandi Mussila hefur gefið út fjóra leiki í App Store undir merkjum Mussila. Fjórði leikurinn kom einnig út í Google Play og er ætlunin að allir leikir Mussila verði fáanlegir þar innan tíðar.

Mussila er röð tölvuleikja sem kenna börnum á aldrinum 5-9 ára grunnatriðin í tónlist í gegnum skapandi leik og tónlistaráskoranir. Fyrirtækið Rosamosi er útgefandi og framleiðandi Mussila-leikjanna en Tækniþróunarsjóður styrkti fyrirtækið til þróunar á línunni til þriggja ára.

Á tímabilinu hefur Rosamosi gefið út fjóra leiki í App Store undir merkjum Mussila en fjórði leikurinn kom einnig út í Google Play. Þessa dagana er unnið að endurbættri útgáfu fyrsta leiksins. Sá leikur fékk mjög góða dóma og var meðal annars tilnefndur til Norrænu tölvuleikjaverðlaunanna 2017 og síðastliðinn vetur var gerð rannsókn á námsframvindu notenda og notkunarmöguleikum í skólum sem gaf mjög góðar niðurstöður. Í endurbættri útgáfu kemur leikurinn einnig út í Google Play og er ætlunin að allir leikir Mussila verði fáanlegir þar innan tíðar.

Heiti verkefnis: Mussila (Mússíland)
Verkefnisstjóri: Margrét Júlíana Sigurðardóttir, Rosamosa ehf. (fært úr MusikMusik slf.)
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 37,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142601061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þá eru í þróun tónlistarnámskeið fyrir börn sem verða byggð á Mussila-aðferðarfræðinni og í tengslum við þau mun fyrirtækið gefa út leiki sérsniðna að námskeiðunum en fyrirtækið er í viðræðum við stóra dreifingaraðila, alþjóðlegar verslunarkeðjur sem hyggjast bjóða upp á Mussila-námskeiðin í verslununum. Stefnt er að því að fyrsta námskeiðið verði kennt í Peking í Kína snemma á næsta ári og í kjölfarið verður hafin framleiðsla á afleiddum vörum; leikföngum, hljóðfærum og tónlistartengdu efni.

Afrakstur

  1. Hlekkur á vefsíðu Mussila: www.mussila.com 
  2. Hlekkur á App Store
  3. Hlekkur á kynningarmyndband Mussila MMA
  4. Hlekkur á kynningarmyndband Mussila DJ Christmas
  5.  Hlekkur á kynningarmyndband Mussila Planets (gefið út í júní 2017) 
  6. Umfjöllun Fundamentally Children (þar sem Mussila fékk Certificate)









Þetta vefsvæði byggir á Eplica