mymxlog.com vefkerfi fyrir flugrekendur og flugvirkja - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.6.2016

Afrakstur verkefnisins er fullkominn hugbúnaður sem flugrekstraraðilar út um allan heim geta notað miðlægt á netinu í gegnum vafra eða með snjalltæki til að fullnægja og framfylgja regluverki EASA.

Skyhook.is  - vefkerfi fyrir flugrekendur og flugvirkja.

Markmið Skyhook ehf. með vefkerfinu er og hefur verið að mæta þörfum fyrirtækja með flugvirkja í vinnu, en þau þurfa að uppfylla ákveðnar kröfur er snerta skírteini, leyfi, þjálfun og reynslu flugvirkja ásamt viðhaldi viðkomandi atriða um allan heim.

Heiti verkefnis: mymxlog.com vefkerfi fyrir flugrekendur og flugvirkja
Verkefnisstjóri: Gisli Haukur Þorvaldsson, Skyhook ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 37,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 131812-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Verkefnið fólst í því að þróa og koma á fót vefkerfinu svo hægt væri að mæta þeirri þróun sem Evrópska flugöryggisstofnunin innleiddi haustið 2008.

Afrakstur verkefnisins er fullkominn hugbúnaður sem flugrekstraraðilar út um allan heim geta notað miðlægt á netinu í gegnum vafra eða með snjalltæki til að fullnægja og framfylgja regluverki EASA.

Einfaldleiki hugbúnaðarins hefur aukið öryggi og eftirfylgni með þessum atriðum fyrir viðskiptavini okkar ásamt því að auka þekkingu á þeim.

Á seinustu þremur árum hafa Bluebird Cargo, SO Tech, Artic Maintenance, Atlantsflug og Flugfélagið Ernir tekið í notkun hugbúnaðinn, ásamt því að erlenda fyrirtæki Nordic Aviation Capital í Danmörk varð okkar fyrsti erlendi viðskiptavinur. Seinustu mánuði hafa svo staðið yfir viðræður við IBERIA airlines um innleiðingu á vefkerfinu fyrir flugvirkjana þeirra.

 

Afrakstur verkefnisins

  • Hugbúnaður / Vefkerfi sniðið að þörfum flugrekstraraðila
  • Hugbúnaður sem vinnur úr upplýsingum og býr til skýrslur
  • Bakendi sem heldur utan um alla virkni hugbúnaðar ásamt upplýsingum
  • Þróunar- og viðskiptatengsl við fyrirtæki í sama iðnaði
  • Einföldun á úrlausn á flóknum regluverksferlum evrópsku flugöryggisstofnunarinnar
  • Smáforrit komið í notkun um allan heim
  • Viðskipti við innlenda sem og erlenda flugrekstraraðila.

 

Greinar:

31.12.2014 - Are we halfway there? 

27.2.2016 - Skrifa reynsluna í skýin 

7.4.2016 - Focusing on the future

Þetta vefsvæði byggir á Eplica