Námsgögn framtíðarinnar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

6.1.2017

Afraksturinn af verkefninu mun hjálpa Radiant Games að breiða áfram út boðskap sinn um að forritun sé lykilþáttur í læsi 21. aldarinnar og gífurlega mikilvægt sé að krakkar fái auðvelda og vinalega kynningu á grunngildum fagsins.

Radiant Games er framsækið sprotafyrirtæki sem framleiðir menntaleiki sem auðveldar krökkum að taka fyrstu skrefin inn í heim forritunar og tölvunarfræði. Fyrsti leikur fyrirtækisins er ævintýraleikurinn Box Island. Í leiknum taka krakkar þátt í ævintýri á eyjunni Box Island, en þar fer aðalsöguhetjan Hiro í leiðangur til að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlenti á eyjunni.

Radiant Games hlaut verkefnisstyrk frá Tækniþróunarsjóði til að rannsaka og þróa námsgögn framtíðarinnar. Með því er átt við að forritun sé lykilþáttur í læsi 21. aldarinnar og þar af leiðandi einkar mikilvægt að upprennandi kynslóðir bjóðist að kynnast faginu í gegnum hágæða menntaupplifanir. Rannsóknar- og þróunarstarfið sem unnið var á verkefnatímanum er undanfari þess að umtalsverðum árangri var náð.

Heiti verkefnis: Námsgögn framtíðarinnar
Verkefnisstjóri: Vignir Örn Guðmundsson, Radiant Games ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2013-2015
Fjárhæð styrks: 37,5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 132147-061

Helsti afrakstur og árangur af verkefninu var eftirfarandi:

  • Hönnun og þróun á Radiant-málinu, sem er myndrænt forritunarmál fyrir krakka
  • Box Island forritunarleikurinn gerður aðgengilegur um heim allan fyrir iOS og Android-snjalltæki
  • Um 350.000 einstaklingar hafa spilað leikinn, að stærstum hluta börn, og þar með fengið hágæða kynningu á undirstöðuatriðum forritunar
  • Box Island hefur birst á forsíðu App Store og Play Store í löndum víðsvegar um heiminn
  • Afurðir verkefnis hafa fengið öfluga fjölmiðlaumfjöllun á virtum tæknimiðlum erlendis
  • Radiant Games er orðið þekkt alþjóðlega á sviði forritunarupplifana fyrir krakka og aðra byrjendur

Þegar á heildina er litið mun afraksturinn af verkefninu hjálpa Radiant Games að breiða áfram út boðskap sinn um að forritun sé lykilþáttur í læsi 21. aldarinnar og að það sé gífurlega mikilvægt að krakkar fái auðvelda og vinalega kynningu á grunngildum fagsins.

Afurðir verkefnisins

App Store: https://itunes.apple.com/us/app/box-island-award-winning-coding/id979579439
Play Store: https://play.google.com/store/apps/details?id=is.radiantgames.boxisland

Vefsíða Box Island: https://boxisland.io

Aðrar afurðir tengdar verkefninu:

Kynningarmyndband Box Island: https://www.youtube.com/watch?v=fgTYfZwF0ec">https://www.youtube.com/watch?v=fgTYfZwF0ec">https://www.youtube.com/watch?v=fgTYfZwF0ec
Trailer Box Island: https://www.youtube.com/watch?v=8TovnLS07co">https://www.youtube.com/watch?v=8TovnLS07co">https://www.youtube.com/watch?v=8TovnLS07co
Press kit Box Island útgáfu: https://boxisland.io/presskit

Helstu greinar í erlendum fjölmiðlum:
Techcrunch: https://techcrunch.com/2016/06/16/box-island/

Þetta vefsvæði byggir á Eplica