Athugið: Nýjar fréttir og viðburðir birtast nú eingöngu á island.is/s/rannis

Brjósksykrur og lífvirk efni úr sæbjúgum

19.6.2008

Rannsóknir hafa sýnt að chondroitin sulfat-fásykrur hafa jákvæð áhrif á blóðþrýsting, ónæmiskerfi, meltingu, oxunarferla, bólguferla, gigt og fleira og má því nota þær sem lyf, heilsu- eða fæðubótaefni. Unnt er að framleiða slíkar sykrur með sérvirku ensímniðurbroti á chondrotin sulfati-fjölsykru.

Chondrotin sulfati-fjölsykrur er hægt að vinna í miklu magni úr sæbjúgum, sem er vanýtt tegund með mikla nýtingarmöguleika. Rannsóknir hafa sýnt að margar tegundir sæbjúga hafa mikið af lífvirkum efnum sem hægt er að einangra eða vinna áfram. 

Í verkefni þessu verður vinnsluferli slíkra efna þróað, allt frá vinnslu chondroitin sulfats úr sæbjúgum til framleiðslu og hreinsunar á  chondroitin sulfat-fásykrum unnum með sérvirkum sykursundrandi ensímum, ásamt þróun á vinnsluferlum til að framleiða extrökt með viðtæka lífvirkni.  Þróaðar verða framleiðsluafurðir með stöðluðu innihaldi og virkni, og kröfur og þörf markaða í Evrópu, Japan og Kóreu kortlögð.

Heiti verkefnis: Brjósksykrur  og lífvirk efni úr sæbjúgum
Verkefnisstóri: Ólafur H. Friðjónsson, Matís ofh.-Prokaria, olafur()matis.is
Þátttakendur: Matís ohf - PROKARIA, Reykofninn-Grundarfirði ehf, IceProtein og Háskóli Íslands, lyfjafræðideild
Verktími: 3 ár
Styrkur: 10 m.kr. 1. árið
Umsjónarmaður Rannís: Lýður Skúli Erlendsson, lydur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081228









Þetta vefsvæði byggir á Eplica