Athugið: Nýjar fréttir og viðburðir birtast nú eingöngu á island.is/s/rannis

Gagnvirkur borðleikur

20.6.2008

Verkefnið felst í að framleiðsluþróa borðspil sem tengist DVD-spilara og sjónvarpi.

Borðspil hafa verið mjög vinsæl og þekkjum við borðspil eins og Matador, Trivial Pursuit, Viltu vinna milljón ofl.

Hugmyndin er að tengja þessi spil við DVD-spilara og sjónvarp þannig að spurningar og myndir af því sem þarf að svara eða leysa birtist á sjónvarpskjánum.

SagaMedia hefur reynslu af því að vinna með þessa tækni þar sem fyrirtækið hefur reynslu við markaðsetningu á "dvd-kids" og tæknina sem það byggir á um allan heim, með góðum árangri. Að hluta til verður byggt á "dvd-kids"-tækninni, en nauðsynleg er að þróa viðbætur .

Þessar tæknilegu viðbætur sem eru hluti af verkefninu eru aðallega gagnvirknin til og frá spilinu og meðhöndlun á þeim boðum sem send eru á milli. Þegar hefur verið gerð frumgerð af stýrieiningu og borði.

Verkefnið er að framleiðsluþróa frá frumgerð til tilbúinnar vöru sem uppfyllir ákveðnar lágmarkskröfur m.t.t. framleiðsluverðs og virkni.  Samið var við Tactic í Finnlandi um dreifingu í helstu löndum Evrópu og munu þeir koma að framleiðsluþróuninni með SagaMedia. Kynningar hafa farið fram við stóra dreifiaðila á heimsvísu og eru viðtökur mjög góðar. Góð viðbrögð hafa einnig komið frá efniseigendum og er unnið að samningum við m.a. Disney, National Geographic og fl.

Heiti verkefnis: Gagnvirkur borðleikur   
Verkefnisstóri: Helgi G. Sigurðsson,
Helgi()sagamedia.is
Styrkþegi: SagaMedia ehf.
Verktími: 1 ár
Styrkur: 10 m.kr. 
Umsjónarmaður Rannís: Sigurður Björnsson, sigurdur@rannis.is
Tilvísunarnúmer Tækniþróunarsjóðs: 081236









Þetta vefsvæði byggir á Eplica