Matur og sjálfbær ferðaþjónusta - verkefnislok

4.6.2013

Matur og sjálfbær ferðaþjónusta var öndvegis- og klasaverkefni til að efla vistvæna matvælaframleiðslu og matvælavinnslu í tengslum við ferðaþjónustu.  Að verkefninu stóðu opinberir aðilar í stoðkerfi atvinnulífsins (Matís og nýsköpnarmiðstöð Íslands), svæðisbundin þróunarfélög (Samband sveitafélaga á Vesturlandi, Þróunarfélag Austurlands, og Atvinnuþróunarfélag Suðurlands) og Háskóli Íslands (Rannsóknasetrið á Höfn í Hornafirði og Matvæla- og næringarfræðideild). 

Heiti verkefnis: Matur og sjálfbær ferðaþjónusta
Verkefnisstjóri: Guðjón Þorkelsson, Matís
Tegund styrks: Öndvegisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: RAN090310-0643

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI

Verkefnið hófst með kynningu og stefnumótun til að ákveða sérstöðu hvers svæðis og hvaða söluleiðir ætti að þróa. Á Fljótsdalshéraði var aðstoðað við stofnun kjötvinnslu á Egilsstöðum (Snæfell) og við þróun á birkisafa (Hollt og Heiðar) og grænmetisréttum (Móðir jörð).  Einnig var veitt aðstoð og haldin námskeið til að koma á matarklasa á Vopnafirði (Vopnfiska matargatið) og matarsmiðja var rekin á Egilsstöðum í 2 ár auk þess sem matarsmiðja um uppsjávarfiska var undirbúin. Á Suðurlandi var unnið með aðilum innan Kötlu jarðvangs. Kannaðir voru möguleikar á vefsíðu fyrir kaup og sölu á staðbundnum matvælum innan Jarðvangs Kötlu og hvernig hagkvæmast væri að flytja vöru frá framleiðsluaðilum til kaupenda á svæðinu. Ís var þróaður hjá Fossís, Suður-fossi í Mýrdal, til sölu á veitingastöðum og verslunum á svæðinu. Framleiðsla á repjuolíu til manneldis er hafin hjá Eyrarbúinu, Þorvaldseyri, undir Eyjafjöllum.  Stofnuð var matarsmiðja á Flúðum. Á Snæfellsnesi var prófuð ein söluleið með stofnun sjávarfangsmarkaðar, Sjávarkistan, sumarið 2011 í þeim tilgangi að tryggja aðgang almennings, bæði íbúa og gesta, að ferskum sjávarafurðum á Snæfellsnesi. Reyktar fiskafurðir (makríll, ýsa) voru þróaðar hjá Reykhöll Gunnu, Rifi. Aðstoðað var við þróun á vörum úr kræklingi og þörungum hjá Íslenskri bláskel (www.blaskel.is). Í nóvember 2012 var "Heimilisiðnaðareldhús" formlega opnað í félagsheimilinu Breiðabliki, Eyja- og Miklaholtshreppi. Markmiðið er að efla heimilisiðnað og styðja við eigin atvinnusköpun á svæðinu með því að gera aðgengilega, vottaða vinnuaðstöðu fyrir smáframleiðendur í matvælaiðnaði.

Unnið var að rannsóknaverkefni um mælikvarða varðandi sjálfbærni við smáframleiðslu matvæla og þeir þróaðir og prófaðir hjá nokkrum aðilum sem tengjast matvælaframleiðslu og ferðþjónustu.  Gerðar voru tillögur að einföldu matskerfi sem framleiðendur og aðrir aðilar geta notað til að fylgjast með framvindu í átt að sjálfbærni í sinni framleiðslu og sölu.  Önnur rannsóknaverkefni vöru um viðhorf ferðamanna til staðbundinna matvæla og um gæði og geymsluþol matvæla hjá smáframleiðendum.  Verið er að skrifa vísindagreinar til birtingar í erlendum tímaritum úr þessum verkefnum.

Verkefnið var unnið til að bregast við miklum áhuga á staðbundnum matvælum og umhverfismálum í tengslum við vaxandi umsvif í ferðaþjónustu. Áherslan var á að styðja frumkvöðla við þróun á nýjum vörum og söluleiðum sem nýttust ferðaþjónustu á hverju svæði.  Þessi nýsköpunarhluti heppnaðist vel og hafði margföldunaráhrif bæði heima í héraði, á landsvísu og í alþjóðasamstarfi.  Dæmi um það eru nýjar matarsmiðjur, fjöldi IPA-umsókna (og vonandi verkefna) þar sem efling staðbundinnar matvælaframleiðslu er í fyrirrúmi) og aukinn hlutur Íslands í norrænu samstarfi (New Nordic Food, Nordic Bioeconomy) og þátttöku í Evrópuverkefnum (t.d. Ecotrofoods).  Til hliðaráhrifa má einnig telja ný námskeið við  Umhverfis- og auðlindadeild H.Í í samstarfi við aðra rikisháskóla um vistvæna nýsköpun matvæla  og við LBHÍ um staðbundna matvælaframleiðslu, vöruþróun og nýsköpun.

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit.

Johannes Welling. Matur & sjálfbær ferðaþjónusta. Assessing Sustainability Performance Local Food Systems in Iceland. Case Studies. Progress Report.

Þóra Valsdóttir, Fanney Björg Sveinsdóttir og Þorvarður Árnason. Greinargerð um málþing. Sjálfbærni í staðbundinni matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu 28.-29.10 2011 að Smyrlabjörgum.

Fanney Björg Sveinsdóttir.  Upprunamerkingar og markaðssetning svæðisbundinna matvæla

Gunnþórunn Einarsdóttir and Gudjon Thorkelsson. Workshop on SME,s and Nordic Food Competence Centres. Report from a New Nordic Food Workshop 21st and 22nd of March 2012. 17 pp

Guðrún Einarsdóttir og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir. Neytendahegðun og viðhorf ferðamanna til staðbundinna matvæla.

Þórhildur Ósk Halldórsdóttir, Guðrún Einarsdóttir, Þóra Valsdóttir, Kolbrún Sveinsdóttir og Laufey Haraldsdóttir. Neytendahegðun og viðhorf ferðamanna til staðbundinna matvæla. Ágrip. Þjóðarspegillinn XIII

Jon Trausti Karason, Magnus Thor Jonsson, Sigurjon Arason and Gudjon Thorkelsson. Local Meat Production and Mobile Slaughterhouses. A Feasibility Study NJF seminar 456. Local Food - a step towards better and more environmentally friendly products. 18-19 September 2012

T. Valsdottir; G.Thorkelsson; V.T.Asbjornsson; T.Arnason; J.Welling; S. Hreinsdottir; M.B.Bjornsdottir; T.Johannesson; H.Haflidason; T.B.Arnardottir. Strengthening local food production to enhance tourism sustainability. NJF seminar 456. Local Food - a step towards better and more environmentally friendly products. 18-19 September 2012

Sigríður Svala Jónasdóttir. Jarðvangur Kötlu. Dreifileiðir matvæla innan héraðs. 30.09.2012

Þóra Valsdóttir og Vigfús Þ. Ásbjörnsson Samantekt á ferð á Salone de gusto & Terra Madre, Torino, Ítalíu, 25-29.10.2012.

Þóra Valsdóttir, Vigfús Þ. Ásbjörnsson og Guðjón Þorkelsson. Matur & sjálfbær ferðaþjónusta. Vöruþróun og  söluleiðir. 15.03.2013

Guðjón Þorkelsson. Vísindaþing landbúnaðarins 8. mars 2013. Sjálfbær ferðaþjónusta og heimaframleiðsla matvæla. Samantekt. 15.03.2013

 

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica