Markaðskynning og erlent samstarf vegna stoðkerfis áhættumælinga - verkefnislok

17.10.2013

JCell FSS ehf. hefur lokið verkefninu “Markaðskynning og erlent samstarf vegna stoðkerfis áhættumælinga” sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði til eins árs með 5 milljón króna styrk.

Heiti verkefnis: Markaðskynning og erlent samstarf vegna stoðkerfis áhættumælinga
Verkefnisstjóri: Kristinn T. Þorleifsson, JCell FSS ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur (áður brúarstyrkur)
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 5 millj. kr.
Tilvísunarnúmr Rannís: 121511-061

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Sem hluti af verkefninu var vara fyrirtækisins kynnt á opnum fundum erlendis fyrir notendum, samstarf var tekið upp við leiðandi framleiðendur hugbúnaðar í heiminum um markaðssetningu auk þess sem vara fyrirtækisins var kláruð þannig að hægt væri að setja hana í almenna notkun. Varan var kynnt í erlendum tímaritum og er hún nú komin í prófanir og notkun um allan heim. Hægt er fylgjast nánar með framgangi verkefnisins á heimasíðu fyrirtækisins http://www.quantcell.com.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica