Markaðssetning Medeye - verkefnislok í Tækniþróunarsjóði

27.3.2014

Mint Solutions hefur í samstarfi við Tækniþróunarsjóð unnið að undirbúningsvinnu fyrir markaðssetningu MedEye lyfjagreiningatækis fyrir sjúkrahús. MedEye gerir hjúkrunarfræðingum kleift að ganga úr skugga um að sjúklingar fái rétt lyf, í réttu magni og á réttum tíma.

Heiti verkefnis: Markaðssetning Medeye
Verkefnisstjóri: María Rúnarsdóttir, Mint Solutions ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 131732-0611

litid T-logoVERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Lyfjamistök eru algengasta tegund mistaka á sjúkrahúsum. Erfitt er að útrýma slíkum mistökum enda eru upplýsingar um rétt lyf oft ekki aðgengilegar og hjúkrunarfólk er sett í þá óþægilegu aðstöðu að þurfa að vinna flókin og endurtekin handtök undir mikilli tímapressu. MedEye er fyrsta lausnin á markaðnum sem getur athugað bæði hvort rétt lyf sé gefið, sem og hvort skammturinn sé réttur.

Niðurstaða verkefnisins er skýr og markar stefnu í sölu og markaðsmálum næstu misserin. Í fyrsta lagi voru mismunandi markaðssvæði greind út frá tölulegum upplýsingum og einnig var tekið mið af öðrum þáttum eins og t.d. hversu langt sjúkrahús eru komin í tæknivæðingu og hvernig verkefni eru fjármögnuð. Niðurstaðan er að Mint Solutions mun einbeita sér að sölu og markaðsstarfi í Hollandi og Bretlandi til að byrja með.

Í öðru lagi miðaði verkefnið að því að setja upp og skilgreina sölu og markaðsferla og hefur það þegar skilað miklum árangri í Hollandi, þar sem nú er unnið að innleiðingu á MedEye á meira en tuttugu sjúkrahúsum.

Listi yfir afrakstur:

  • Markaðsáætlun
  • Sölukerfi
  • Samstarf við dreifiaðila








Þetta vefsvæði byggir á Eplica