Markaðssetning á Poseidon stýranlegum toghlerum og öðrum toghlerum fyrirtækisins

30.6.2014

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs, hafa Pólar toghlerar staðið fyrir öflugu kynningarátaki á nýjustu afurð fyrirtækisins, Poseidon stýranlegum toghlerum ásamt því að leggja áherslu á hina hefðbundnu toghlera fyrirtækisins.

Með því að nýta jákvæðar niðurstöður af tilraunum með Poseidon stýranlega hlerann, kom það skýrt í ljós að hægt er að stjórna stöðu veiðarfærisins í sjónum m.t.t. hagkvæmustu stöðu gagnvart veiðum og stjórna opnun trollsins. Með þessari stjórnun er hægt að setja trollið í þá stöðu sem hagkvæmust er hverju sinni og auka þannig veiðihæfni togveiðarfærisins, fjárhagslega hagkvæmni vegna aukinnar veiði og minni orkunotkunar. 

Heiti verkefnis: Markaðssetning á Poseidon stýranlegum toghlerum og öðrum toghlerum fyrirtækisins
Verkefnisstjóri: Atli Már Jósafatsson, Pólar togbúnaður ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 131718-0611
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Umhverfisvænn ávinningur við að nota Poseidon stýranlega toghlerann hefur nýst við kynningu á okkar hefðbundnu toghlerum sem hjálpar til við sölu þeirra. Að geta sýnt fram á staðreyndir frá prófunum á r/s Árna Friðrikssyni þar sem hlerabil var aukið um 30% eftir því hvernig staða vængjanna í hleranum var og lækkun á olíunotkun upp á 7% segir allt sem segja þarf útgerðarmönnum og skipstjórnarmönnum.

Ef hægt er að tala um “græna umhverfisvæna” toghlera, þá sýna niðurstöður að Poseidon stýranlegi toghlerinn er líklega fyrsti toghlerinn sem gæti fengið slika vottun.

 Afrakstur verkefnisins:

Innbundið kynningaefni með bæklinum og blaðagreinum ásamt DVD diskum sent með útprentaðri skýrslunni.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica