RóRó

Verkefni lokið - fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.9.2014

RóRó ehf er sprotafyrirtæki sem vinnur að þróun, rannsóknum, markaðssetningu og sölu á Lúllu dúkkunni. Lúlla er rafdrifin tuskudúkka sem líkir eftir nærveru við foreldri í hvíld.

Samkvæmt niðurstöðum fjöldamargra rannsókna getur nærvera haft jákvæð áhrif á ungbörn, bætt líðan þeirra, aukið taugaþroska, bætt gæði svefns og aukið öryggi þeirra. Notkun dúkkunnar er ætlað að koma jafnvægi á öndun og hjartslátt og auka með því vellíðan, svefngæði og öryggi fyrirbura og ungbarna. Lúlla er hugsuð fyrir börn frá fæðingu en sérstaklega er hugsað til fyrirbura og veikra barna en brýnt er að leita leiða til að auka vellíðan og öryggi þeirra og bæta upp fyrir þá einangrun og skort á nálægð sem mörg þeirra þurfa að þola. 

Heiti verkefnis: RóRó
Verkefnisstjóri: Eyrún Eggertsdóttir, RóRó ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2011-2012
Fjárhæð styrks: 9,9 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110729-061
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

RóRó fékk Frumherjastyrk til tveggja ára frá Tækniþróunarsjóði til að ljúka vöruþróun Lúllu dúkkunnar og gera hana tilbúna til öryggisvottunar og framleiðslu. Styrkurinn gerði fyrirtækinu kleift að vinna með hæfum sérfræðingum við hin ýmsu stig og þætti í þróunarferlinu. Einnig var unnið að notendakönnun þar sem teknar voru athugasemdir foreldra og nýttir til vöruþróunar. Dúkkan er nú tilbúin til framleiðslu og stefnt er á að setja hana á markað á komandi ári. Sótt hefur verið um einkaleyfi á hönnuninni og er það í bið (patent pending).

Ráðgjöf var þeginn frá starfsfólki Vökudeildar LSH við þróun og undurbúning og leyfi fyrir forrannsókn er lokið. Rannsókn á virkni dúkkunnar mun hefjast þegar lokaútgáfa kemur úr framleiðslu. Styrkurinn nýttist enn frekar við að byggja upp innviði fyrirtækisins sem og vörumerkið (brand) með stefnumótun og hönnun. Heimasíða er komin upp, samfélagsmiðlar hafa verið virkjaðir, nokkuð safn er nú til af vöruljósmyndum, vörumerki (logo) voru hönnuð, bæði fyrir fyrirtækið og dúkkuna, og gerður hefur verið “brand vegvísir”. Þó nokkur fjölmiðlaumfjöllun hefur náðst, bæði á Íslandi en einnig erlendis og þá einna helst í Bretlandi. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins, sem og skýrslur, greinar og handrit. 

  • Dúkkan tilbúin til framleiðslu og öryggisvottunar (CE, ASTM)
  • Heimasíðan róró er að finna á lénunum: roro.is/ rorocare.com/ lulladoll.com
  • Samfélagsmiðlar: facebokk.com/rorocare; pinterest.com/rorocare; twitter.com/lullacare
  • Ljósmyndir, logo og brand bók (sjá viðhengi ”Netsíður og hönnun”)
  • Undirbúningur og leyfi til að hefja rannsókn á Vökudeild LSH
  • Fjölmiðlaumfjöllun: Vidhengi1-RoRo-FjolmidlaumfjollunVidhengi1-RoRo-Fjolmidlaumfjollun

Þetta vefsvæði byggir á Eplica