Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

21.11.2014

Verkefnið hófst árið 2010 og var styrkt af Tækniþróunarsjóði unnið af Matís í samstarfi við fyrirtækin Iceprotein, Sauðárkróki, MPF Ísland, Grindavík og MPF, USA.

Markmið verkefnisins var að þróa og setja upp nýjan vinnsluferil til að framleiða hágæða lífvirkar surimiafurðir úr vannýttu og ódýru hráefni. Það er mikill skortur á hágæða surimi í heiminum og einnig mjög vaxandi eftirspurn eftir afurðum með lífvirkni og heilsubætandi áhrif. Því er mikið tækifæri núna fyrir Ísland að hasla sér völl á þessum markaði. 

Heiti verkefnis: Lífvirkt surimi þróað úr aukaafurðum
Verkefnisstjóri: Hörður G. Kristinsson, Matís ohf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2009-2011
Fjárhæð styrks: 28 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: RAN090915-1790

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Í verkefninu var ferillinn hámarkaður og eiginleikar afurðarinnar mældur og staðfestur af viðskiptavinum. Nýjar aðferðir og blöndur voru þróaðar til að framleiða nýja afurð, lífvirkt surimi, með áherslu á vörur sem geta stuðlað að bættri heilsu neytenda. Surimiafurðir voru síðan framleiddar á stórum skala og settar í umfangsmikil markaðs- og neytendapróf erlendis. Allt er til staðar eftir þetta verkefni til að hefja framleiðslu á afurðunum, og er það í skoðun hjá þeim aðilum sem komu að þessu verkefni. Heimsmarkaðsverð á surimi er þó mjög breytilegt og er nú í lægð og þarf því að bíða færist áður en farið er inn á þennan markað. Nú er mögulegt að setja í gang surimiframleiðslu sem getur leitt af sér fleiri störf, aukinn fjölbreytileika í framleiðslu sjávarafurða á Íslandi og aukningu gjaldeyristekna.

Afrakstur:

 • Uppskalaður ferill á surimi úr mismunandi fisktengdum
 • Markaðsrannsókn á heimsmarkaði á surimi
 • Ný afurð þróuð – Ómega-3 surimi
 • Ný afurð þróuð - Fiskitofu
 • Skalaður upp ferill til að framleiða fiskitofu úr surimi með staðfestu geymsluþoli a.m.k. 4 vikur í kæli

ERINDI Á RÁÐSTEFNUM / Oral presentations

 1. Kristinsson, H. G. Marine bioactive ingredients and products: An overview. Special IFT Session. IFT Annual Meeting, Chicago, IL, 2013. Abstract 274-01.
 2. Sveinsdottir, K., Jonsdottir, R., Dellarosa, N., Martinsdottir, E. and Kristinsson, H.G. 2013. Prevention of Lipid Oxidation of Omega-3-Enriched Seafood Products During Processing and Storage Using Seaweed Extracts. IFT Annual Meeting, Chicago, IL, 2013.
 3. Kristinsson, H. G. Functional food from marine resources. 2nd Kiel Food Science Symposium, Max Rubner Institut, Kiel, Germany, May 22-23, 2012
 4. Kristinsson, H. G. Functional surimi seafood developed from by-products. Nutramara conference. Dublin, Ireland, April 23-24, 2012.
 5. Geirsdottir, M., Hamaguchi, P.Y., Hilmarsson, O.Th., Klonowzki, I. and Kristinsson, H.G. 2011. Surimi seafood from byproducts containing omega-3 fatty acids. WEFTA Conference, Gothenburg, Sweden, September 27-30, 2011.
 6. Kristinsson, H. G. Marine ingredients: the keystone of marine bio-resources. Biomarine Business Convention. Nantes, France. September 9, 2011.
 7. Geirsdottir, M., Kristinsson, H. G., Hamaguchi, P. Y. and Olafsdottir, A. 2011. Omega-3 fatty acid-enhanced surimi seafood developed from cod byproducts. IFT Annual Meeting, New Orleans, LA. Abstract 147-06.


Þetta vefsvæði byggir á Eplica