UNA Skincare - lífvirkar húðvörur á erlendan markað - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

5.12.2014

Lokið er brúarverkefninu „Lífvirkar húðvörur á erlendan markað“ sem hófst árið 2013 og var styrkt af Tækniþróunarsjóði en unnið af Marinox og Matís.

Markmið verkefnisins var að koma nýjum íslenskum húðvörum, UNA Skincare, á alþjóðlegan markað. Hvatinn að verkefninu var mjög mikil aukin eftirspurn eftir öflugum hágæða húðvörum sem innihalda náttúruleg virk innihaldsefni úr hafinu. Stór alþjóðlegur markaður er fyrir slíkar afurðir, en vörur í sama flokki og UNA Skincare leiða nú vöxt húðvara. Annar hvati fyrir verkefninu er að á Íslandi er gríðarlegur lífmassi af sjávarþörungum, eða þangi og þara, sem hefur nánast ekkert verið nýttur.

Heiti verkefnis: UNA Skincare  - lífvirkar húðvörur á erlendan markað
Verkefnisstjóri: Hörður G. Kristinsson, Marinox ehf.
Tegund styrks: Brúarstyrkur (markaðsstyrkur)
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 121542-0611

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.


UNA Skincare vörurnar eru komnar á markað í Rússlandi og hafa hlotið þó nokkra umfjöllun í miðlum þar svo sem rússneska Vogue og Elle. Einnig er markaðssetning og sala hafin í Slóveníu og unnið að markaðssetningu í fleiri löndum. Afurðir voru kynntar á sýningum og kynningarefni undirbúið. Var brúarstuðningur Tækniþróunarsjóðs Rannís einstaklega mikilvægur til að gera þessa markaðssetningu í öðrum löndum en Íslandi mögulega.

Afrakstur:

  • Heimasíður á ensku og þýsku
  • Twitter og Facebook-síður á ensku
  • Kynningarefni á ensku og fleiri tungumálum
  • Samningar við erlenda dreifingaraðila
Þetta vefsvæði byggir á Eplica