EEG í skýjunum - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

12.12.2014

Fyrirtækið Kvikna ehf. hefur nú í rúmt ár boðið skýþjónustu sem notuð er til þess að halda utan um og greina heilalínurit. 

Kvikna ehf. hefur undanfarin ár unnið að þróun hugbúnaðar og skýþjónustu til greiningar á heilalínuriti. Kvikna hlaut styrk úr Tækniþróunarsjóði til þess að vinna að markaðssetningu á hugbúnaðinum og skýþjónustunni. Ennfremur var fyrir tilstuðlan styrksins unnið að CE- og FDA-vottun, en hvort tveggja er nauðsynlegt til að að hægt sé að selja vörurnar á helstu markaðssvæðum. Áður hafði Kvikna hlotið styrki úr sjóðnum til þess að vinna að þróun búnaðarins.

Heiti verkefnis: EEG í skýjunum
Verkefnisstjóri: Garðar Þorvarðsson, Kvikna ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 131591-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Kvikna hefur nú í rúmt ár boðið skýþjónustu sem notuð er til þess að halda utan um og greina heilalínurit. Heilalínurit er notað til sjúkdómsgreiningar á flogaveiki. Helsti markaður fyrir þessa þjónustu er í Bandaríkjunum og hefur notkun á skýþjónustunni vaxið jafnt og þétt frá upphafi. Kvikna er eini aðilinn á markaðinum sem býður upp á þjónustu af þessum toga. Gert er ráð fyrir áframhaldandi örum vexti einkum eftir því sem vörulína Kvikna verður fjölbreyttari.

Afrakstur:

  • FDA 510 ksubmission
  • CE Technical file
  • Inproved ISO 13485 quality system
  • Lifelines iEEG & HIPAA Compliance Guide
  • Lifelines iEEG Cloud Solution
  • Distribution Agreement
  • End User License Agreement

Þetta vefsvæði byggir á Eplica