Markaðssetning traveleast.is - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

23.1.2015

Fyrirtækið Austurför / Travel East var stofnað með það í huga að sameina krafta heimamanna og setja saman heildstæða vöru í formi afþreyingar og koma henni á markað. 

Árið 2014 hlaut fyrirtækið Austurför / Travel East 8 milljón króna markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði og voru verkefnalok í desember 2014. Markmið verkefnisins var og er að markaðssetja sölu- og bókunarvefinn www.traveleast.is með áherslu á vetrartímann. Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi sameinast þar undir eitt þak þar sem vörur þeirra verða til sölu. Ferðamenn á ferð um Austurland eiga að finna allt sem þeir þurfa á vefnum. Þar geta þeir bókað ferðir, hótel og keypt sér austfirskar vörur. Vefurinn gerir litlum og millistórum fyrirtækjum kleift að koma sér á framfæri og selja vörur sínar án þess að leggja í þann mikla kostnað sem felst í markaðssetningu og uppsetningu heimasíðu með bókunarkerfi.

Heiti verkefnis : Markaðssetning traveleast.is
Verkefnisstjóri: Magnfríður Ólöf Pétursdóttir, Austurför ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 8 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 132174-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Fyrirtækið Austurför / Travel East var stofnað með það í huga að sameina krafta heimamanna og setja saman heildstæða vöru í formi afþreyingar og koma henni á markað. Hugmyndin var útvíkkuð en frekar og ákveðið að nota þann vettvang sem skapaðist með tilkomu ferðavefsins www.traveleast.is til þess að koma austfirskri hönnun og þjónustu á framfæri. Á verkefnisárinu var opnaður íslenski hluti heimasíðunnar og einnig viðbót sem kölluð er „Auðæfi Austurlands“ eða „Treasures of East“. Þar er að finna upplýsingar um hönnuði og framleiðendur á Austurlandi. Vefurinn er því „one-stop-shop“ eða allt sem ferðamaðurinn þarf til að nálgast Austurland hvort sem hann hefur hug á að heimsækja eða hefur þegar heimsótt svæðið og hefur áhuga á að kaupa vörur þaðan. Vefurinn er liður í því að byggja upp sterkt vörumerki fyrir Austurland þar sem fjölmargir mismunandi aðilar koma fram undir einu nafni. Það er líklegra til árangurs að koma fram sem ein sterk heild undir einu nafni og verður áfram lögð áhersla á það í allri markaðssetningu. Niðurstöður verkefnisins gefa meðal annars til kynna að það sé árangursríkara fyrir fyrirtækið að eiga í samskiptum við aðrar ferðaskrifstofur og tengslamyndun við aðila innan þeirra þar sem það er hagkvæmari leið til markaðssetningar heldur en að ná til ferðamanna beint. Þessari stefnu verður haldið áfram þar til meiri straumur ferðamanna er farinn að koma í gegnum Austurland og þar til svæðið er orðið að þekktum áfangastað í hugum ferðamanna.

Styrkurinn hefur skipt sköpum fyrir verkefnið og er Austurför / Travel East nú enn betur í stakk búin til þess að halda áfram að markaðssetja Austurland. Heimasíðan www.traveleast.is  með þeim viðbótum sem opnaðar voru á árinu gerir ferðaþjónustu á Austurlandi kleift að vera sýnilegri og einfaldar markaðsstarf margra fyrirtækja. Á árinu var einnig hannað og prentað kynningarefni í formi bæklinga og auglýsingaborða sem notaðir hafa verið á ferðakaupstefnum ársins og munu verða notaðir áfram á þeim kaupstefnum sem eru framundan.

Listi yfir afrakstur verkefnisins:.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica