Hitaknúin kælivél - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

4.2.2015

Markmið verkefnisins var að rannsaka og þróa hugmynd að nýrri gerð kælivéla sem nýtir afgangsorku til kælingar.

Verkefnið byggir á því að nýta gamla þekkingu ísogs á nýjan hátt og felst í því að nota efnafræðilega eiginleika, samruna vatns og ammoníaks, til að framkalla varmaflutning eða kælingu. Síðan er ammoníakið aftur aðskilið frá vatninu með eimingu og fer allt ferlið fram í lokaðri hringrás.

Heiti verkefnis: Hitaknúin (afgasknúin) kælivél
Verkefnisstjóri: Ragnar Sverrisson, Thermice ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2009-2010
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta gerir það kleift að hægt er að nota afgangsorku í formi hita frá t.d. vél, vatni, eldi eða sólinni til kæla og frysta.

Fyrirtækið ThermIce ehf. hefur unnið að þróun kælivélarinnar síðastliðin ár og náð að leysa flesta þætti ferilsins.

ThermIce ehf. var stofnað af DNG bræðrum Davíð og Níls Gíslasonum sem m.a. hafa þróað og smíðað DNG-tölvustýrða færavindu til handfæraveiða.

Framundan eru prófanir og endurbætur á vélinni sem og leit að samstarfsaðilum við framleiðslu
Þetta vefsvæði byggir á Eplica