Ný gerð fjöðrunargaffla fyrir reiðhjól - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

8.4.2015

Demparagafflar Lauf Forks fyrir reiðhjól eru komnir í fjöldaframleiðslu.

Í febrúar 2012 þegar Lauf Forks sótti um verkefnisstyrk Tækniþróunarsjóðs var sett fram metnaðarfull áætlun um framvindu, þróun og sölu demparagaffla fyrirtækisins. Nú þremur árum síðar er orðið ljóst að svo til öll markmið áætlunarinnar eru að nást.

Heiti verkefnis: Ný gerð fjöðrunargaffla fyrir reiðhjól
Verkefnisstjóri: Benedikt Skúlason, Lauf Forks hf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2014
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís. 120853-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNÞRÓUNARSJÓÐI.

Einkaleyfamál eru að komast í örugga höfn, gafflar fyrirtækisins eru komnir í fjöldaframleiðslu, hafa hlotið mjög jákvæða dóma hjá hjólapressunni og keppnishjólreiðamönnum um allan heim og útlit er fyrir að sala sé að þróast í takt við það sem gert var ráð fyrir. Á árinu 2014 varð ákveðið bakslag í framvindu mála þegar Lauf neyddist til að stöðva framleiðslu um nokkurra mánaða skeið vegna framleiðslugalla með þeim afleiðingum að fyrirtækið missti af sölutímabili þess árs. Komið var varanlega í veg fyrir að þessi framleiðslugalli gæti komið upp aftur. Þrátt fyrir þetta bakslag er allt útlit fyrir að hallalausum rekstri verði náð eigi síðar en árið 2016. Þar með er ljóst að markmið Tækniþróunarsjóðs um að koma á laggirnar arðbæru og gjaldeyrisskapandi tæknifyrirtæki sé að nást.

Afrakstur:

Til þess að gera sér grein fyrir miklum árangri Lauf er einna skilvirkast að kíkja á þá dóma sem vörur fyrirtækisins hafa fengið út um allan heim. þessum dómum hefur verið safnað saman á: http://laufforks.com/reviews/

Einnig má fletta upp einkaleyfisumsóknum félagsins á espacenet.com með því að leita að "Lauf" í gagnagrunni þeirra.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica