Markaðssetning á leiðsögukerfi til safna - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

13.4.2015

Á Íslandi er á döfinni að setja safnaleiðsögnina upp í tveimur söfnum fyrir sumarið. 

Verkefninu Markaðssetning á leiðsögukerfi til safna sem Locatify hlaut markaðsstyrk til að vinna að frá Tækniþróunarsjóði fyrir árið 2014 er nú lokið.

Automatic Museum Guide er sjálfvirk safnaleiðsögn í snjallsíma sem þróuð er af Locatify og var sett upp í Eldheimum í Vestmannaeyjum en Bluetooth Low Energy (BLE) sendar senda frá sér merki sem appið nemur og reiknar út staðsetningu. Locatify hefur einnig þróað vefkerfi þar sem auðvelt er að setja inn í golfkort, stöðu BLE-sendanna og það margmiðlunarefni sem birtist á skjá gesta. Það kerfi er nú tilbúið fyrir forstöðumenn safna til nota fyrir eigin safnaöpp. 

Heiti verkefnis: Markaðssetning á leiðsögukerfi til safna
Verkefnisstjóri: Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir, Locatify
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142418-061
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Markaðsstyrkur Tækniþróunarsjóðs var notaður til að kynna þessa lausn en í samvinnu við Íslandsstofu vann  Europartners markaðssókn sem endaði á kynningu Locatify í sendiráði Íslands í London í nóvember þar sem forsvarsmenn safna sóttu fræðslu um þessa nýjung. Þátttaka var mjög góð og í kjölfar kynningarinnar átti Locatify 11 fundi sl. janúar. Nú er verið að prófa kerfið á nokkrum stöðum og eru viðræður um uppsetningu hafnar.

Safnasýningar og ráðstefnur voru sóttar heim eins og Museum Ideas, Euromed og NODEM þar sem markaðsefni var dreift, vörurnar kynntar á básum og erindi flutt. Á NODEM í Varsjá var búið til app sem sýndi virkni og möguleika sjálfvirku safnalausnarinnar og var því vel tekið. Í kjölfar þessara hefur Locatify tekið þátt í útboði í Skotlandi, verið boði að taka þátt í útboði í Póllandi, verið boðið að taka þátt í Evrópuumsóknum og átt símafundi með safnstjórum um lausnir fyrir söfn.

Á Íslandi er á döfinni að setja safnaleiðsögnina upp í tveimur söfnum fyrir sumarið. 

Listi yfir afrakstur verkefnisins

Samkvæmt samningi við Tækniþróunarsjóð

Vörður til að marka framvindu:

Við skil á lokaskýrslu:. Viðskiptaáætlun og söluáætlun uppfærð. Markaðsefni unnið og markaðssetning til Norðurlanda og Evrópu hafin. Kerfið kynnt á safnasýningu. Marviss sala hafin.  

1.     Viðskipta- og söluáætlun uppfærð og er í viðhengi.
2.     Markaðsefni unnið, útprentaður blöðungur ásamt rúllustandi gerður: Vörulýsing er í viðhengi. H lekkir eru á kennslumyndbönd (Creator CMS Tutorial Videos) á vef Locatify ásamt Automatic Museum Guide kynningarvideoi. Kerfið hefur verið þróað og almennt app fyrir prufur á safnalausninni hefur verið gefið út.

3.     Markaðssetning er hafin. 
Locatify tók þátt í Útstím á vegum Íslandsstofu og Europartners, sem Mark Dodsworth er í forsvari fyrir, var ráðið til markaðssetningar í Bretlandi. Starfsmenn hans höfðu samband við safnafólk á 132 söfnum í London og nágrenni. Þeim var boðið á fund sem skipulagður var í sendiráði Íslands í London. 64 þáðu boðskort sem prentuð voru og send og af þeim komu 23 á fund sem haldinn var í nóvember. Sjá grein og myndir. Þetta fyrirkomulag sem við höfðum um að bjóða mörgu safnafólki á einn fund var gott á þann hátt að nú veit það af vörunni okkar og þekkir hana þegar það þarf á slíkum lausnum að halda. Það að geta rætt yfir hóp, verið með sýnikennslu í notkun kerfis og appa er dýrmætt þegar verið er að markaðssetja nýjar lausnir. Fólk var áhugasamt og dvaldi á staðnum í tvo til tvo og hálfan tíma.

Listi yfir söfnin, forsvarsmenn, símanúmer og samskipti var afhentur við lok átaksins. Unnið var við að hafa samband við þá sem höfðu áhuga en komust ekki á fundinn og einnig þá sem mættu á hann. Í janúar var farið til London að nýju og á 11 einkafundi með sýningarstjórum og tæknifólki frá ýmsum söfnum og galleríum. Í kjölfarið er nú eitt safn að prófa að setja upp kerfið hjá sér ásamt einu fyrirtæki sem býður safnalausnir víða um heim. Fleiri hafa áhuga og eru að skoða málin og vonumst við eftir frekari viðskiptum en söluferlið tekur sinn tíma. Jafnframt var Locatify boðið að taka þátt í útboði í Skotlandi fyrir leiðsögn á safni sem er bæði inni og úti.

4.     Kerfið kynnt á safnasýningum.
Museum Ideas 2014
Steinunn Anna Gunnlaugsdóttir fór í október á safnaráðstefnuna Museum Ideas í London og kynntist fólki af söfnum. Þessi tengsl urðu til þess að koma á fundum í annarri ferð. Blöðungar frá Locatify voru settir í gjafapoka 250 þátttakenda. Frétt á vefsíðu Locatify.

Euromed 2014
Leifur Björnsson og Steinunn Anna tóku þátt í þessari ráðstefnu um menningararfleifð á Kýpur og voru með bás þar sem sýndu vörur Locatify. Jafnframt flutti Steinunn Anna ræðu þar sem áhersla var lögð á hvernig sjálfvirka leiðsögn Locatify getur stuðlað að varðveislu menningarverðmæta og kynnt þau almenningi. Nánar á vefsíðu Locatify.

NODEM 2014
Fyrir safnaráðstefnu NODEM í Varsjá var búið til app Nodem 2014 sem sýndi dagskrá ráðstefnunnar og kort með básum á sýningunni. Efni; texti, upplestur, myndir og linkar komu sjálfkrafa fram í appinu fyrir framan hvern bás en sendar (beacons) voru settir upp í rýminu. Locatify fékk athygli á sýningunni og fjölmargir stöldruðu við. Nánar í frétt á vefsíðu Locatify. Í framhaldi hefur Locatify verið boðið að taka þátt í útboði í Willanow í Pólandi fyrir kastalasafn og hefur jafnframt átt í viðræðum við skipuleggendur hljóðfærasafns í Skotlandi.

Í kjölfar viðkynninga á þessum ráðstefnum og sýningum hafa verið sendir netpóstar til allra þeirra sem rætt var við til að ýta undir frekari samskipti og kynna vörur Locatify.

5.     Sala er hafin.
Söluferlið erlendis hefur tekið lengri tíma en við gerðum ráð fyrir. Oft er verið að áætla verkefni sem munu verða að veruleika eftir 1-3 ár. Stöðugt er unnið í samskiptum við verðandi viðskiptavini. Á næstu vikum munum við fá svar við nokkrum verkefnum sem eru í skoðun. Markaðsþjónusta var keypt af Katrínu Lemann. Blaz Krapez, intern frá Slóveníu, er komin aftur til að vinna að markaðsmálum Locatify. Einnig hefur viðskiptafélagi okkar Nicholas Craig Harwey farið á fundi hjá skipasafni og kynnt okkar lausn en hann mun vinna með okkur að áframhaldandi kynningu í Englandi.

Skrifað verður upp á samning um app fyrir safn á Íslandi sem er ráðgert að opna í júní fyrir mánaðarlok og annað safn sem ætlað er að opni sýningu í maí 2015.

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica