GIRO jarðhitamælar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.4.2015

Fyrirtækið GIRO ehf hefur sett á markað sérstakan hita- og þrýstimæli sem er ætlaður fyrir rannsóknir og boranir á háhitasvæðum.

 Þessi nýi mælir, HP1. mælirinn hefur reynst vel í borholum Landsvirkjunar og hefur aukið á skilvirkni við boranir á háhitasvæðum.

Heiti verkefnis: GIRO jarðhitamælar
Verkefnisstjóri: Sölvi Oddsson, Giro ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur í markáætlun um betri lausnir fyrir minna fé
Styrkár: 2011-2012
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110634-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Næstu skref hjá GIRO ehf. er að sannprófa næstu kynslóð GIRO-mæla eða svokallaðan G1 mæli sem mælir stefnu og halla borhola. Saman munu mælarnir HP1 og G1 nýtast bæði við borun og við eftirlit með borholum eftir að orkuvinnsla hefst.

Mikill áhugi er á G1 meðal orkufyrirtækja hér innanlands sem og annarra aðila sem þjónusta orkufyrirtæki við nýtingu jarðvarma.  Stefnt er að því að G1 fari í prófanir á næstu mánuðum og sala á honum geti hafist á fyrri hluta næsta árs. G1 mun þola að vera settur í borholu án kælingar, sem ekki hefur verið gert til þessa.

Markmið GIRO er að nýta þessa þekkingu til framleiðslu á öðrum vörum til notkunar við borun eftir jarðhita svo og við boranir eftir olíu og gasi. Markmið er að hefja sölu og markaðssetningu á HP1 hérlendis og erlendis á þessu ári og G1 í upphafi næsta árs (2016). Aðrar afleiddar vörur koma síðan í kjölfarið. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica