Ull er Gull – markaðssókn Víkur Prjónsdóttur - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

27.4.2015

Vík Prjónsdóttir varð til árið 2005 sem samstarfsverkefni 5 hönnuða og einnar elstu starfandi prjónaverksmiðju landsins, Víkurprjóns í Vík í Mýrdal.

Vík Prjónsdóttir hlaut markaðsstyrk frá Tækniþróunarsjóði árið 2014 fyrir verkefnið Ull er Gull, markaðssókn Víkur Prjónsdóttur. Vík Prjónsdóttir er framsækið hönnunarfyrirtæki sem hefur verði starfandi frá árinu 2005 og er í dag með eldri starfandi hönnunarfyrirtækjum á landinu. Markmið verkefnisins var að efla markaðssetningu á vörum Víkur Prjónsdóttur, með því að auka sýnileika og auðvelda viðskiptavinum að finna og nálgast vörurnar í vefverslun Víkur Prjónsdóttur. Samhliða aukinni markaðssetningu og gerð nýrrar heimsíðu og vefverslunar var farið í vöruþróun til þess að auka fjölbreytileika í vörulínu Víkur Prjónsdóttur. 

Heiti verkefnis: Ull er gull – markaðssókn Víkur Prjónsdóttur
Verkefnisstjóri: Brynhildur Pálsdóttir, Vík Prjónsdóttur ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2013
Fjárhæð styrks: 8 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 132134-061
 

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

Vík Prjónsdóttir varð til árið 2005 sem samstarfsverkefni 5 hönnuða og einnar elstu starfandi prjónaverksmiðju landsins, Víkurprjóns í Vík í Mýrdal. Markmið verkefnisins var að efla vöruþróun á sviði ullar- og prjónaiðnarins og koma með nýjar vörur úr íslenskri ull fyrir nýja markhópa. Vík Prjónsdóttir hefur þróast mikið á þessum árum og frá árinu 2011 starfað sem fyrirtæki rekið af hönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur sem hannar, markaðssetur og selur vörur úr ull. 

Fram til þessa hefur framleiðslan alfarið farið fram hér á Íslandi og eingöngu notuð íslensk ull í framleiðsluna en nú í fyrsta skipti var þróuð vara úr ensku hágæða lambsullarbandi, prjónað í hátækni prjónaverksmiðju í Þýskalandi sem sérhæfir sig í að framleiða og þróa vörur með minni fyrirtækjum og sjálfstæðum hönnuðum. Vörur Víkur fengu strax mikla athygli hérlendis og víða um heim þegar þær voru sýndar í fyrsta skipti árið 2005 og hafa vörurnar síðan þá verið kynntar í mörgum bókum, tímaritum og bloggum um heim allan. Vík Prjónsdóttir hlaut menningarverðlaun DV árið 2010, Heiðursverðlaun Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur árið 2011, verðlaun frá Reykjavík Grapevine fyrir vörulínu ársins árið 2012 og nú fyrir vöru ársins 2014 fyrir SUN HATS nýjustu vöru Víkur Prjónsdóttur sem var þróuð í þessu verkefni. Vík Prjónsdóttir leggur áherslu á að skapa áhugaverðar vörur sem hafa vísun í sögur og menningu. Vík Prjónsdóttir hefur tekið þátt í fjölmörgum hönnunarsýningum víðsvegar um heim og hafa hönnuðir Víkur Prjónsdóttur ferðast víða erlendis og haldið fyrirlestra um hönnun og vörur fyrirtækisins.

www.vikprjonsdottir.com

https://www.facebook.com/VikPrjonsdottir

https://instagram.com/vikprjonsdottir/

Þetta vefsvæði byggir á Eplica