Greiðslulausn fyrir örgjörva og segulrönd - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

9.6.2015

Ávinningur af verkefninu hefur verið umtalsverður og er fyrtækið Handpoint nú leiðandi á sviði greiðslulausna fyrir "mobile POS".

Handpoint hlaut styrk í lok árs 2012 frá Tækniþróunarsjóði Rannís til að vinna að þróun á greiðslulausn sem hægt er að tengja við snjalltæki og styður bæði móttöku á greiðslum með segulrandar- og örgjörvakortum.

Heiti verkefnis: Greiðslulausn fyrir örgjörva og segulrönd
Verkefnisstjóri: Þórður Heiðar Þórarinsson, Handpoint ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012-2013
Fjárhæð styrks: 20 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 121526-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Verkefnið fólst í því að þróa kortalesaralausn sem tengist snjalltækjum og sérstakt greiðslu-app til að nota með kortalesaranum, en lausnin er sú fyrsta af sinni gerð sem styður bæði segulrönd og örgjörva og uppfyllir ströngustu öryggiskröfur kortasamtakanna um dulkóðun kortagagna. Verkefnið fólst einnig í a
ð aðlaga bakendakerfi Handpoint að þessari nýju tækni, tryggja að allar öryggiskröfur séu uppfylltar og prufukeyra lausnina á innlendum og erlendum markaði.

Handpoint greiðslu-appið var gefið út árið 2013 fyrir iOS og Android stýrikerfi og er það í notkun bæði á Íslandi og í Bretlandi. Í maí 2014 kynnti Handpoint einnig til leiks nýjan kortalesara, HiLite sem styður bæði segulrönd og örgjörva. Nú í sumar er von á útgáfu af kortalesararnum sem styður snertilausar greiðslur (NFC) og er hann meðal fyrstu snjallposa til að styðja þá tækni. Handpoint hefur einnig smíðað nýtt bakendakerfi til að styðja við þessa nýju tækni. Nýja greiðslukerfið er sérstaklega hannað fyrir "mobile POS" lausnir, sem kalla á hraðvirkni, skalanleika og hámarks uppitíma. Handpoint hefur einnig smíðað tengingar úr bakendakerfinu við færsluhirði á Íslandi, Bretlandi, Bandaríkjunum og Suður Afríku.

Handpoint hefur lagt mikla áherslu á að halda sérstöðu sinni meðal fremstu fyrirtækja á sviði posatækni þegar kemur að öryggismálum. Nýja mobile pos-lausnin uppfyllir alla staðla PCI og kortasamsteypanna og var Handpoint fyrsta fyrirtækið á heimsvísu til að hljóta PCI P2PE-vottun fyrir mobile pos-hugbúnað. Handpoint hefur verið tilnefnt til fjölda virtra verðlauna vegna sérstöðu sinnar í öryggismálum og hlaut seint á síðasta ári hin virtu Payments Awards í Bretlandi og svo í mars á þessu ári Fintech Innovation awards einnig í Bretlandi.

HiLite kortalesarinn hefur verið prufukeyrður á innlendum og erlendum mörkuðum með mjög góðum árangri. Handpoint vinnur nú með erlendum samstarfsaðilum að markaðssetningu og sölu á lausninni, bæði til stærri fyrirtækja sem og til kassakerfis- og hugbúnaðaraðila sem vilja þróa sínar lausnir á móti lausn Handpoint.

Ávinningur af verkefninu hefur verið umtalsverður og er Handpoint nú leiðandi á sviði greiðslulausna fyrir "mobile POS". Lausnir félagsins eru í notkun í Evrópu og Suður-Afríku og fyrstu kaupmennirnir í Bandaríkjunum munu brátt taka í notkun lausnir Handpoint.

Stuðningur Tækniþróunarsjóðs við verkefnið var nauðsynlegur til að hægt hafi verið að ráðast í jafnumfangsmikla þróunarvinnu og raun ber vitni og ljóst er að án hans hefði félagið líklega ekki verið í þeirri einstöku stöðu sem það er í í dag gagnvart risatækifærum á markaði vestan hafs.

Listi yfir afrakstur verkefnisins

i)    Hugbúnaður fyrir kortalesara sem tengist snjalltækjum og les bæði segulrönd og örgjörva.

ii)   Eitt fyrsta greiðslu-appið fyrir spjaldtölvur og snjallsíma sem styður bæði segulrönd og örgjörva. Appið fæst nú ókeypis fyrir iOS á iTunes og Android á Google Play.

iii) Bakendakerfi Handpoint hefur verið aðlagað til að styðja þessa nýju tækni. Aðlögunin fólst í því að þróa nýtt greiðslukerfi og smíða tengingar við færsluhirði, s.s. Borgun, Merchantile í Suður afríku, Barclaycard í Bretlandi og TSYS í Bandaríkjunum.

iv) Handpoint er meðal fremstu fyrirtækja á sviði posatækni þegar kemur að öryggismálum en lausnin uppfyllir alla staðla PCI og kortasamsteypanna. Handpoint var einnig fyrsta fyrirækið til að hljóta PCI P2PE vottun fyrir posahugbúnað.

v)   Handpoint hefur prófað og markaðssett lausnina á íslenskum markaði með mjög góðum árangri. HiLite kortalesarinn hefur einnig verið prufukeyrður í Suður Afríku, Bretlandi og Bandaríkjunum. Átak í markaðssetningu og sölu hefur einnig farið fram í þessum löndum og Handpoint hefur sett á fót dótturfyrirtæki í Bandaríkjunum til að fylgja eftir þeim tækifærum sem þar eru.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica