Týndi hlekkurinn – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

10.6.2015

Veflausn gerir notendum kleift, með auðveldum hætti, að skrá neyslu sína og fylgjast með næringarinnihaldi máltíða.

Sprotafyrirtækið Foodoit hefur þróað veflausn sem vonast er til að muni auðvelda fólki að ná árangri í mataræði sínu.  Veflausnina má finna á slóðinni http://www.foodoit.com/. Eitt aðalatriðið í lausninni og algjör nýlunda á þessu sviði er beiting aðferða aðgerðagreiningar til að aðstoða við val á næringarríku og fjölbreyttu mataræði og til að tryggja að næringarfræðilegum skilyrðum sé fylgt.

Heiti verkefnis: Týndi hlekkurinn
Verkefnisstjóri: Eyjólfur Ingi Ásgeirsson, Foodoit ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2011-2013
Fjárhæð styrks: 28 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110689-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Foodoit.com er veflausn sem mun nýtast breiðum hópi notenda. Foodoit.com gerir notanda kleift, með auðveldum hætti, að skrá neyslu sína og fylgjast með næringarinnihaldi máltíða, búa til uppskriftir og fá tillögur um hollari uppskriftir.  Kerfið sýnir bæði magn af öllum þeim næringarefnum sem notandi vill sjá, en einnig er hægt að skoða samantekt þar sem sýnt er t.d. úr hvaða hráefnum einstaka næringarefni eru komin.  Þannig má til dæmis á einfaldan hátt skoða hvaðan fitan í máltíðinni er komin og skoða þá hvernig má skipta henni út fyrir annað sem fellur betur að æskilegu matarræði notandans.  Kerfið mun taka tillit til þarfa mismunandi hópa og leggja til sem fjölbreyttast mataræði sem hentar slíkum hópum, út frá fyrirfram skilgreindum markmiðum og skorðum.

Foodoit-Cantina er sérstaklega hannað fyrir þarfir mötuneyta og veitingastaða.  Þar má setja upp glærusýningu þar sem fram koma ítarlegar upplýsingar um næringarinnihald þeirra máltíða sem á boðstólum eru, og einnig hvernig næringarinnihaldið í dæmigerðum skammti passar við ráðlagðan dagsskammt manneldismarkmiða manneldisráðs, eða aðra sambærilega staðla.

Veflausnin gerir notendum kleift, með auðveldum hætti, að skrá neyslu sína og fylgjast með næringarinnihaldi máltíða, búa til uppskriftir og fá tillögur um hollari uppskriftir (www.foodoit.com).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica