BaraHEALTH heilsu-og stuðningsvörur í útflutning - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

30.6.2015

Það er mat fagaðila að BARA-vörurnar hafi jákvæð áhrif á líðan fólks með stoðkerfisvandamál í herðum og hálsi.

Þetta ár sem BARA naut markaðsstyrks úr Tækniþróunarsjóði var viðburðarríkt og gerði fyrirtækinu kleift að byggja upp innviðina jafnframt því að forsvarsmenn þess sóttu sýningar, ráðstefnur og fundi erlendis til að ná samstarfs-og viðskiptatengslum við erlend fyrirtæki. Nú ári seinna hafa opnast möguleikar á framleiðslu- og söluleiðum erlendis sem fyrirtækið bindur miklar vonir við.

Heiti verkefnis: baraHEALTH heilsu-og stuðningsvörur í útflutning
Verkefnisstjóri: Bjargey Ingólfsdóttir, BARA 123 ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142312-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.


Ný heimasíða, www.barahealth.com, kynningar-og markaðsefni er tilbúið þar sem vörunum er beint meira til almennings með fallegri grafík og myndefni. Það er mat fagaðila að BARA-vörurnar hafi jákvæð áhrif á líðan fólks með stoðkerfisvandamál í herðum og hálsi og því eru bundnar vonir við að sem flestir geti eignast þær og notið þeirra á komandi árum.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica