Nemanet - veflægt námstæki - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

7.8.2015

Tækið gerir notendum kleift að auka skilvirkni sína í umsýslu og úrvinnslu námsefnis og skila ávinningi á borð við aukna námsánægju og bættan skilning.

Nemanet – veflægt námstæki fyrir námsmenn frá 11-12 ára aldri er nú tilbúið til dreifingar og sölu, eftir langt þróunarferli. Tækið gerir notendum kleift að auka skilvirkni sína í umsýslu og og úrvinnslu námsefnis  og skila ávinningi á borð við aukna námsánægju, bættan skilning og þar með betri námsárangri en ella. Nemanet má nota jafnt í tölvum og snjalltækjum.

Heiti verkefnis: Nemanet
Verkefnisstjóri: Axel Hjartarson, Studiamus ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur í markáætlun um betri lausnir fyrir minna fé
Styrkár: 2011-2013
Fjárhæð styrks: 30 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 110775-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

 Víða um lönd er talið að of stór hluti námsfólks skili árangri undir raungetu sinni. Afleiður þessa birtast m.a. í námsleiða, brottfalli úr námi og fleiri þáttum sem reynt er að sporna gegn með misjöfnum árangri. Vaxandi samkeppni er um allan heim um að komast í eftirsóknarverða skóla. Þar er námsfærni stór og mikilvæg breyta.

Til lengri tíma litið er fólk á vinnumarkaði sem getur unnið skipulega með þekkingu og hagnýta beitingu hennar dýrmætt hverju fyrirtæki og þar með þjóðfélaginu. Nám endar ekki lengur við útskrift úr skóla. “Nám alla ævi” er staðreynd í atvinnu- og athafnalífi þjóða og forsenda þess að þegnarnir viðhaldi og auki við þekkingu sína, þó að 66666þeir sitji ekki á skólabekk. 

Nemanet er lausn sem mætir þörfum stórs hóps sem þarf og vill bæta í þekkingarsarp sinn jafnt og þétt. Aðferðin sem liggur að baki var þróuð í brautryðjandastarfi Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur námsráðgjafa, sem sér nú verk sitt raungerast í sannkallaðri snjalllausn.

Nemanet verður boðið í áskrift frá og með ágúst 2015, verði er stillt í hóf og notendur geta gengið að þekkingu sinni hvar og hvenær sem er. Gögnin eru geymd í skýjum nýrra tíma í tölvutækni sem bíða þess að námsfólk á öllum aldri finni fróðleiks- og þekkingarþörf sinni traustan farveg og örugga geymd.

Nánar má gaumgæfa kosti Nemanets á www.nemanet.net

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica