Ný náttúruvæn aðferð við úrdrátt á astaxanthini - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjórans.

30.1.2017

Ný aðferð til að draga astaxanthin úr frumumassa, það er hagkvæmt iðnaðarferli í úrdrætti astaxanthins. Aðrar afraksturseiningar eru meðal annars nýtt ræktunarferli.

Ný aðferð til að draga astaxanthin úr frumumassa, það er hagkvæmt iðnaðarferli í úrdrætti astaxanthins. Aðrar afraksturseiningar eru nýtt ræktunarferli, og upplýsingar og skýrsla um markaðsmál, heimasíða og pakkningar.

Aukaafurð verkefnisins er ný árangursrík aðferð til að rækta örþörunga. Hugmyndin fæddist þegar farið var að vinna að uppsetningu ræktunareininga í einum af vinnupakka verkefnisins.

Heiti verkefnis: Ný náttúruvæn aðferð við úrdrátt á astaxanthini
Verkefnisstjóri: Halla Jónsdóttir, Keynatura ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2014-2015
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142688-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með styrk frá Tækniþróunarsjóði hefur verið sýnt fram á virkni ræktunaraðferðarinnar og styrkur frá Evrópusambandinu, SME Instrument phase I, hefur gert kleift að sýna fram á að það eru miklir möguleikar í því að selja slíkar ræktunareiningar.

Verkefnið hefur átt átti sinn hlut í því að líftæknifyrirtækið Keynatura hefur eflst og styrkst. Í fyrirtækinu eru 8 stöðugildi. Framleiðsluvörur hafa verið þróaðar, markaðsefni er í vinnslu, pakkningar eru í vinnslu og stutt er í að fyrsta vara komi á markað. 

Afrakstur verkefnisins

  • Hugmynd að nýrri aðferð til að rækta smáþörunga
  • Markaðsskýrsla
  • Ný náttúrvæn aðferð til að draga astaxanthin úr frumumassa

Þetta vefsvæði byggir á Eplica