Ný tegund vélar til heyskapar - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

15.3.2016

Á verkefnistímanum voru hannaðar og smíðaðar frumgerðir vélarinnar sem voru að lokum prófaðar við raunaðstæður.

ERE ehf. hefur frá árinu 2013, með stuðningi frumherjastyrks Tækniþróunarsjóðs, þróað nýja tegund vélar til heyskapar. Vélin sem um ræðir, leysir þekkt vandamál við vinnslu heys á hagkvæman og áður óséðan hátt. Þar sem íslenskur landbúnaður reiðir sig að mestu á heyöflun til fóðurs mun árangur verkefnis geta skilað töluverðum ávinningi ásamt því að lækka rekstrarkostnað og fjárfestingarþörf í nýjum tækjum.

Heiti verkefnis: Ný tegund vélar til heyskapar
Verkefnisstjóri: Eyþór Rúnar Eiríksson, ERE ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2013-2014
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 131985-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Á verkefnistímanum voru hannaðar og smíðaðar frumgerðir vélarinnar sem voru að lokum prófaðar við raunaðstæður. Niðurstaða verkefnisins staðfesti hugmyndafræði vélarinnar ásamt því að sýna fram á notagildi hennar. Niðurstaða nýnæmisleitar og mats á einkaleyfishæfni gaf til kynna að möguleiki á einkaleyfi væri til staðar og verður nú lagst í slíkt ferli.

Vélin hefur alla kosti að bera til þess að verða eftirsótt útflutningsvara. Ef í ljós kemur að raunhæft og hagkvæmt er að setja upp framleiðslu fyrir heimsmarkað á Íslandi er ljóst að það muni skila miklum ávinningi til íslensks efnahags- og atvinnulífs. Framleiðsla á landbúnaðartækjum á Íslandi gefur ekki aðeins af sér ódýrari vöru til íslenskra bænda, heldur mun iðnaðurinn einnig geta skapað þverfagleg störf, þar sem þörf verður á fólki úr ýmsum starfstéttum. Að sama skapi mun útflutningurinn skapa gjaldeyristekjur hér á landi.

Afrakstur verkefnisins:

  • Hönnun og smíði frumgerða. Tæknilegar prófanir við raunaðstæður. Mat á einkaleyfishæfni.
  • Viðskiptaáætlun.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica