Nýtt tekjumódel fyrir tölvuleiki - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

14.1.2016

Verkefnið fólst í að sannreyna og markaðssetja nýtt tekjumódel fyrir tölvuleikjamarkaðinn. Sótt hefur verið um einkaleyfi fyrir módelinu.

Digon Games ehf. hefur lokið við þróun á nýju tekjumódeli fyrir tölvuleiki sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði. Samhliða tekjumódelinu þróaði fyrirtækið fótboltaleikinn Kickoff CM sem markaðssettur var hér á landi í ágúst síðastliðnum. Leikurinn er aðgengilegur í leikjaverslun Facebook og á www.kickoff.is.   

Heiti verkefnis: Nýtt tekjumódel fyrir tölvuleiki
Verkefnisstjóri: Sigurður Jónsson, Digon Games ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014-2015
Fjárhæð styrks: 25 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI. 

„Við teljum okkur vera með gott tekjumódel í höndunum sem er þegar farið að gefa af sér tekjur í Kickoff CM. Nú tekur við undirbúningur fyrir alþjóðlega markaðssetningu,“ segir Jón F. Thoroddsen framkvæmdastjóri Digon Games. Jón segir vonir standa til að nýta tekjumódelið síðar í fleiri leiki á vegum Digon Games og annarra aðila sem geti greitt fyrir notkun þess. Sótt hefur verið um einkaleyfi fyrir tekjumódelinu hjá bandarísku einkaleyfastofunni USPTO. Hann segir viðtökur við tekjumódelinu hafi hingað til verið góðar, bæði af hálfu notenda leiksins sem og á erlendum ráðstefnum þar sem forsvarsmönnum hefur verið boðið til að kynna módelið, meðal annars á leikjaráðstefnum í Svíþjóð og Finnlandi. 

Afrakstur verkefnisins:
Nýtt tekjumódel fyrir tölvuleiki
Tölvuleikurinn Kickoff CM









Þetta vefsvæði byggir á Eplica