Prófum nýrra lyfja gegn lungnasýkingum - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

8.12.2015

Niðurstöður klínískra prófana sýndu m. a. hraðari dráp á bakteríunni Mycobacterium tuberculosis.

Markmið verkefnisins var að nota dýramódel til að prófa notkun PBA við meðferð á lungnasýkingum vegna bakteríunnar Pseudomonas. Jafnframt var unnið að greiningu á því hvernig PBA hefur áhrif auk þess sem framkvæmd var stór klínísk prófun á PBA og D-vítamíni sem viðbót (adjunct therapy) við sýklalyfjameðferð á berklasjúklingum (tuberculosis).

Heiti verkefnis: Prófum nýrra lyfja gegn lungnasýkingum
Verkefnisstjóri: Guðmundur Hrafn Guðmundsson, Akthelia ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2012
Fjárhæð styrks: 9,84 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 121448-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Sýkingartilraunirnar í dýramódelinu stóðust ekki væntingar og kom í ljós að ekki var unnt að nota módelið til að meta áhrif PBA á Pseudomonas sýkingar. Klínísku prófanirnar á áhrifum PBA á berklasjúklinga var gerð á 300 sjúklingum í Bangladesh. Niðurstöðurnar sýndu marktæka lækkun á clinical score sjúklinga og hraðari dráp á bakteríunni Mycobacterium tuberculosis. Grein um rannsóknina birt í tímaritinu PlosOne í september 2015. Virkni PBA á átfrumur er miðlað í gegnum viðtakann P2X7 með peptíðið LL-37 sem bindil (birt í Autophagy Ágúst 2015). Niðurstöður þessar marka tímamót fyrir fyrirtækið og fyrir möguleika á meðferð við berklum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica