SagaPro í Norður-Ameríku - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans.

15.5.2017

Með veglegum styrk frá Tækniþróunarsjóði hefur SagaMedica farið í umfangsmikla vinnu sem snýr að endurmörkun vörunnar SagaPro fyrir Ameríkumarkað og Evrópu. 

Stórefld markaðssókn erlendis

SagaMedica hefur á síðustu árum byggt upp tengsl og stóraukið sóknarmöguleika sína á erlendum mörkuðum. Alþjóðlegur markaður fyrir náttúrulyf og aðrar náttúruvörur er í örum vexti og mun fyrirtækið nú leggja aukna áherslu á markaðssetningu erlendis þar sem að vörur félagsins hafa nú þegar náð góðri fótfestu á innanlandsmarkaði.  Saga-Medica hefur frá stofnun verið leiðandi fyrirtæki í íslenskum náttúruvöruiðnaði en sérstaða félagsins felst einkum í nýtingu íslensku hvannarinnar í framleiðslu sinni.

Heiti verkefnis: SagaPro í Norður-Ameríku
Verkefnisstjóri: Ingibjörg Ásta Halldórsdóttir, SagaMedica - Heilsujurtir ehf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164073061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með veglegum styrk frá Tækniþróunarsjóði hefur fyrirtækið farið í umfangsmikla vinnu sem snýr að endurmörkun vörunnar SagaPro fyrir Ameríkumarkað og Evrópu. Verkefnið byggir á þeim grunni og þeirri vinnu sem átt hefur sér stað á erlendum mörkuðum síðastliðin ár og markmiðið að verkefnið verði ákveðið skapalón sem hægt verður að yfirfæra á önnur markaðssvæði.  Síðustu mánuði hefur mikil vinna átt sér stað í markaðsgreiningu, skimun á mögulegum samstarfsaðilum og viðræðum við þá. Fyrirtækið stefnir að háleitum markmiðum er varðar vöruvitund, sölu og dreifingu. SagaMedica hefur í þessu verkefni notið ráðgjafar og aðstoðar erlends ráðgjafa, Nicholas Hall. Nichoals Hall hefur mjög víðtæka reynslu í ráðgjöf til fyrirtækja í náttúruvöru- og lyfjaiðnaði á heimsvísu.

Verkefnið hefur nú þegar borið árangur en SagaMedica skrifaði í byrjun desember 2016, undir samning við stærsta lyfjafyrirtækið í Nýja- Sjálandi, Douglas Pharmaceuticals Ltd um sölu SagaPro þar í landi. Jafnframt eru samningaviðræður við önnur samstarfsfyrirtæki langt komin.









Þetta vefsvæði byggir á Eplica