Sinaprin. Nefúði við langvarandi skútabólgu – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

24.10.2019

Ýmis efni sem myndast í brjóstamjólk móður hafa sýkla-, sveppa- og veirudrepandi áhrif.

Sprotafyrirtækið Capretto ehf. var stofnað til að kanna hvort hægt væri að hagnýta þær rannsóknir sem Dr. Halldór Þormars prófessor við Háskóla Íslands og samstarfsmenn hans hafa gert síðustu árin, en Halldór hefur sýnt fram á að ýmis efni sem myndast í brjóstamjólk móður hafa sýkla-, sveppa- og veirudrepandi áhrif. Með styrk frá Tækniþróunarsjóði var unnið að ýmiskonar þróunarvinnu, sem reyndist falla undir lækningatæki (medical device), þar sem þessi efni brjóta niður hjúp örveranna en vinna ekki á þeim eins og hefðbundin lyf gera. Á styrktímabilinu var þróaður áburður sem prófaður hefur verið á ýmsar sýkingar í samvinnu við Hrafnistu á höfuðborgarsvæðinu auk þess sem sótt hefur verið um þrjú einkaleyfi á þróunartímanum.

Heiti verkefnis: Sinaprin. Nefúði við langvarandi skútabólgu.
Verkefnisstjóri: Sigurbjörn Þór Jakobsson
Styrkþegi: Capretto ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 45 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica