Sjávarprótein unnið úr fiski og bóluþangi - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

22.8.2017

Sjávarprótein er unnið úr vannýttu sjávarfangi þ.e. aukaafurðum fiskvinnslu og bóluþangi, og er því um mikla verðmætaaukningu að ræða.

Samstarfsverkefni Matís, Iceprotein og Marinox, „Sjávarprótein unnið úr fiski og bóluþangi“, sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði, lauk nýverið. Markmið verkefnisins var að þróa og markaðssetja sjávarprótein sem hefur ýmsa lífvirka eiginleika s.s. andoxunarvirkni og bólguhemjandi áhrif. Sjávarprótein er unnið úr vannýttu sjávarfangi þ.e. aukaafurðum fiskvinnslu og bóluþangi, og er því um mikla verðmætaaukningu að ræða. Þá var einnig markmið að hanna vörur sem innihalda sjávarprótein með lífvirka eiginleika og finna hagkvæmustu leiðina fyrir þær á markað.

Heiti verkefnis: Sjávarprótein unnið úr fiski og bóluþangi
Verkefnisstjóri: Sigrún Mjöll Halldórsdóttir, Matís ohf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Fjöldi styrkára: 3
Fjárhæð styrks: 37,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142334061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Framkvæmd var ítarleg markaðssrannsókn til þess að kanna hverjir bestu markaðsmöguleikarnir væru. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að sjávarpróteinið hefur bólguhemjandi virkni og elastasa- og kollagenasa-virkni, sem gerir það að verkum að það er einstaklega gott innihaldsefni í andlitskrem. Rýnihópur sem prófaði andlitskrem með sjávarpróteinu var nánast á einu máli um að mikill kraftur væri í kreminu, og það er án efa stór markaður fyrir slíka vöru. Við vinnslu verkefnisins fór umtalsverð vinna í að hanna vörumerkið 

Sjavarprotein

 NordicBiocare (sjá mynd ) sem leggur áherslu á tengsl innihaldsefnanna við íslenska náttúru og vísindin. Samin var markaðsáætlun með það í huga að sjávarpróteinið yrði selt í heildsölupakkningum til annarra snyrtivöruframleiðenda sem gætu blandað það í sínar snyrtivörur, markaðssett undir sínu vörumerki eða undir vörumerkinu Nordic Biocare og selt á markaði. Ef úr því verður má þess vænta að hægt verði að nálgast snyrtivörur í verslunum sem innihalda sjávarprótein unnin úr íslenskum fisk og íslensku þangi sem hafa nærandi og heilandi áhrif á húð. 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica