SLING - lykilsamskiptatæki á snjallsímum fyrir innri samskipti og upplýsingaflæði fyrirtækja - verkefnislok

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

14.2.2018

Sling er vaktaskipulags- og samskiptahugbúnaður sem gerir stjórnendum kleift að skipuleggja reksturinn á einum stað fyrir starfsfólk á ferðinni.

Sling er vaktaskipulags- og samskiptahugbúnaður sem gerir stjórnendum kleift að skipuleggja reksturinn á einum stað fyrir starfsfólk á ferðinni. Sling hefur verið í þróun af Gangverki hugbúnaðarhúsi frá árinu 2012, en fyrirtækið var stofnað af reyndum hugbúnaðar- og viðskiptasérfræðingum sem hafa síðastliðinn áratug unnið við hönnun og þróun hugbúnaðar.

Heiti verkefnis: SLING - lykilsamskiptatæki á snjallsímum fyrir innri samskipti og upplýsingaflæði fyrirtækja
Verkefnisstjóri: Helgi Steinar Hermannsson, Gangverki ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014-2016
Fjárhæð styrks: 37,5 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 142680

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Með verkefnissstyrk frá Tækniþróunarsjóði var Gangverki gert kleift að þróa Sling-kerfið og sækja frekari fjármögnun fyrir verkefnið. Kerfið hefur verið gefið út fyrir iOS og Android og er notað af fjölda fyrirtækja í Bandaríkjunum og á Íslandi auk þess sem náðst hafa samstarfssamningar við stóra þjónustuaðila í verslunar- og veitingaiðnaði í Bandaríkjunum sem bjóða kerfin sem hluta af sínu þjónustuframboði. Þá var gerður 2,5 milljón dollara samningur við bandaríska fyrirtækið Snaggajob árið 2016 sem fól í sér þróun á “white-label”-lausn sem Snaggajob bætti við sitt vöruúrval. Yfir 90% notenda kerfisins eru í Bandaríkjunum auk þess sem 25 ný störf hafa skapast vegna verkefnisins. Sling hefur því skilað töluverðum verðmætum til íslensks samfélags og mun halda því áfram í náinni framtíð með frekari þróun kerfisins sem og þróun afleiddra vara sem verða til vegna verkefnisins.

Afrakstur verkefnisins 

  • Sling í notkun á alþjóðamarkaði með yfir 107.000 notendur.
  • Samstarfssamningar við þrjá birgja sem samtals þjónusta hátt í 600.000 veitingastaði í Bandaríkjunum.
  • 2 milljóna dollara white-label-samningur við Snaggajob í Bandaríkjunum.
  • Vörumerkjavernd á Íslandi og undirbúningur hafinn fyrir alþjóðlega vörumerkjavernd
  • Markaðsgreining og áætlun
  • Fjárfestakynning fyrir næsta stig fjármögnunar








Þetta vefsvæði byggir á Eplica