Smíði, þróun og sala á mælitækjum og búnaði við mælingar í háhitaborholum - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.3.2016

Mælibúnaðurinn gerir rekstraraðilum háhitavirkjana kleift að nálgast nákvæmari upplýsingar um hita og þrýsting borhola á einfaldari, ódýrari og skilvirkari hátt en áður.

GIRO ehf. sérhæfir sig í smíði, þróun og sölu á mælitækjum og búnaði sem notuð eru við mælingar í háhitaholum. Verkefnið, sem styrkt var af Tækniþróunarsjóði, hefur nú gefið af sér nothæfan mælibúnað sem notaður er við hita- og þrýstimælingar í háhitaborholum.

Heiti verkefnis: Smíði, þróun og sala á mælitækjum og búnaði við mælingar í háhitaborholum
Verkefnisstjóri: Sölvi Oddsson, GIRO ehf.
Tegund styrks: Verkefnisstyrkur
Styrkár: 2014
Fjárhæð styrks: 12,5 millj. kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 142596-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Mælibúnaðurinn mælir og geymir upplýsingar um hita og þrýsting borholunnar og sendir þær svo áfram í snjalltæki (s.s. snjallsíma eða spjaldtölvu). Þar birtast því niðurstöður mælingarinnar á myndrænu formi en þaðan eru þær svo sendar áfram í gagnagrunn. Rekstrarprófanir hafa verið gerðar á búnaðinum bæði í Hellisheiðarvirkjun og Kröfluvirkjun. Mælibúnaðurinn gerir rekstraraðilum háhitavirkjana kleift að nálgast nákvæmari upplýsingar um hita og þrýsting borhola á einfaldari, ódýrari og skilvirkari hátt en áður.

Afrakstur verkefnisins

  • Frumgerð af hita- og þrýstimæli.
  • Hugbúnaður sem vinnur úr upplýsingunum.
  • Samantektarskýrslur.
  • Aukinn skilningur og þekking á rekstri jarðhitavirkjana hjá íslenskum orkufyrirtækjum.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica