Snjallsímaforrit - verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

3.11.2017

Hið háleita markmið Vivio er eftir sem áður að hjálpa ungu fólki að tjá sig með stafrænu myndefni í gagnvirku lokuðu samfélagi sem leggur áherslu á öryggi, nýjustu fáanlegu tæknilausnir og að þeir sem gera efnið fái greitt fyrir vinnuna sína.

Haustið 2015 gekk Vivio til samstarfs við Tækniþróunarsjóð að fengnu vilyrði um 2ja ára Frumherjastyrk. Tilgangurinn var að þróa snjallsímaforritið Vivio sem afþreyingarmiðil fyrir skólakrakka, eins konar safn skólarása (MH-rásin, Versló-rásin) fyrir videoefni úr félagslífi skólanna.

Alls hafa um 15 manns komið að vinnslu verkefnisins af hálfu Vivio auk þess sem 14 stærstu nemendaráð framhaldsskólanna og 9 stórir auglýsendur voru með okkur í einu eða öðru formi.

17 tæknilegar afraksturseiningar litu dagsins ljós sem saman mynda Vivio eins og það er í dag:

  • iOS app með home feed, live/library/record möguleikum, spjall kerfi (timed comments), leit, discovery, o.m.fl.
  • Android app með eitthvað takmarkaðri virknimöguleikum en iOS.
  • Vefviðmót sem birtir myndböndin til áhorfs á vef.
  • Admin kerfi með mjög öflugu stjórnkerfi fyrir mismunandi samfélög, hópa og notendur, leið til að hlaða inn myndböndum af hörðum disk og leið til að gera beinar útsendingar beint úr DSLR videovél (meiri gæði en af síma).

Heiti verkefnis: Snjallsímaforrit
Verkefnisstjóri: Einar Sigvaldason, Vivio ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Styrkár: 2015-2016
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153285061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Ofangreind lausn er nú hagnýtt af skólakrökkum, videonefndum og nemendafélögum sem vettvangur fyrir videoefni úr félagslífinu sem valdir auglýsendur sjá sér hag af að greiða aðgang að. Mikið efni hefur komið inn frá því Vivio var sett í loftið í janúar 2017, að mestu raunveruleika-, spurninga-, hæfileikaleitar- og fréttatengt efni eins og trailerar, sketchar, beinar útsendingar af Morfís, söngvakeppnir, leikrit, árshátíðarmyndbönd, bakvið tjöldin, grín, viðtöl omfl.

Hið háleita markmið okkar er eftir sem áður að hjálpa ungu fólki að tjá sig með stafrænu myndefni í gagnvirku lokuðu samfélagi sem leggur áherslu á öryggi, nýjustu fáanlegu tæknilausnir og að þeir sem gera efnið fái greitt fyrir vinnuna sína.

Við þökkum Tækniþróunarsjóði árangursríkt samstarf á verktímabilinu.

Afrakstur:

  • 17 tæknilegar afraksturseiningar litu dagsins ljós sem saman mynda Vivio eins og það er í dag:
  • iOS app með home feed, live/library/record-möguleikum, spjall kerfi (timed comments), leit, discovery, omfl.
  • Android-app með eitthvað takmarkaðri virknimöguleikum en iOS.
  • Vefviðmót sem birtir myndböndin til áhorfs á vef.
  • Admin-kerfi með mjög öflugu stjórnkerfi fyrir mismunandi samfélög, hópa og notendur, leið til að hlaða inn myndböndum af hörðum disk og leið til að gera beinar útsendingar beint úr DSLR-videovél (meiri gæði en af síma).









Þetta vefsvæði byggir á Eplica