Sókn á markað Cyclocross- og Gravel-hjóla - verkefni lokið.

Fréttatilkynning verkefnisstjóra.

16.5.2017

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur Lauf Forks hf. náð fótfestu sem leiðandi fyrirtæki í hönnun fjöðrunargaffla fyrir malar-keppnishjól.

Lauf Forks leiðandi á sviði malar-“reisera”

Með stuðningi Tækniþróunarsjóðs hefur Lauf Forks hf. náð fótfestu sem leiðandi fyrirtæki í hönnun fjöðrunargaffla fyrir malar-“reisera”. Nýjasti gaffall fyrirtækisins, malar-“reiser”-gaffallinn Lauf Grit, hefur hlotið gríðarlega góðar viðtökur innan hjólageirans á síðustu misserum. Hlaut gaffallinn hin eftirsóttu Eurobike-verðlaun og Taipei-Cycle-verðlaun, auk þess að vera tilnefndur til Interbike-award í Bandaríkjunum.

Heiti verkefnis: Sókn á markað Cyclocross- og Gravel-hjóla
Verkefnisstjóri. Benedikt Skúlason, Lauf Forks hf.
Tegund styrks: Markaðsstyrkur
Styrkár: 2016
Fjárhæð styrks: 10 millj .kr.
Tilvísunarnúmer Rannís: 164009061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Á styrktímabilinu mars 2016 til febrúar 2017 voru afhentir 2.117 Lauf-gafflar út um allan heim, en söluhæsti gaffall fyrirtækisins Lauf Grit kom þó ekki á markað fyrr en í lok ársins 2016. Því gefa nýjustu tölur til kynna að umtalsverð söluaukning verði á árinu sem er að líða.

Þessi sterka staða fyrirtækisins innan malar-hjólreiða verður svo nýtt enn frekar í framhaldinu, en von er á nýjum Lauf-vörum á næstu mánuðum. Nýju vörurnar munu auka veltu fyrirtækisins til muna og renna styrkum stoðum undir arðbæran rekstur þess til framtíðar.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica