Abler– verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjóra

17.10.2019

Með þessu verkefni og stuðningi frá Tækniþróunarsjóði var hægt að bæta lausnina, yfirfara útlit og bæta nýjum vörum við Sportabler t.d. stjórnendaeiningunni sem nýtist stjórnendum og yfirþjálfurum íþróttafélaganna.

Sportabler hefur verið mjög vel tekið hjá íslenskum íþróttafélögum. Frá því að hugbúnaðurinn kom first út í febrúar 2018 er Sportabler líklega orðin útbreiddasta hugbúnaðarlausn í skipulögðu íþróttastarfi barna- og unglinga á Íslandi. Í dag eru um 50þús íslendingar skráðir á Sportabler. Með þessu verkefni og stuðningi frá Tækniþróunarsjóði var hægt að bæta lausnina, yfirfara útlit og bæta nýjum vörum við Sportabler t.d. stjórnendaeiningunni sem nýtist stjórnendum og yfirþjálfurum íþróttafélaganna. Einnig gerði þetta okkur kleift að hefja þróunarsamstarf við adidas í þýskalandi. Við þökkum tækniþróunarsjóði kærlega fyrir samstarfið – íþróttir Skipta máli!

Heiti verkefnis: Sportabler
Verkefnisstjóri: Markús Máni M. Maute
Styrkþegi: Abler ehf.
Tegund styrks: Sproti
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 13,85 millj. kr. alls

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Þetta vefsvæði byggir á Eplica