Strimillinn – Neytandinn – verkefni lokið

Fréttatilkynning verkefnisstjórans.

20.2.2017

Strimillinn ehf. og Neytendasamtökin kynna Neytandann, app og vefsvæði fyrir neytendur.

Neytandinn er ókeypis app sem gerir notendum kleift að halda með sjálfvirkum hætti utan um eigin innkaup, samhliða því að galopna upplýsingar um verðlag og vöruframboð á Íslandi.

Þú notar appið til að taka mynd af innkaupastrimli þegar þú ert búinn að versla. Kerfið les af strimlinum upplýsingar um verðlag, vörur og verslanir og safnar gögnunum í miðlægan gagnagrunn. Þannig getur kerfið fylgst með verðlagi og vöruframboði á allri dagvöru á Íslandi. Með notkun kerfisins getum við sameinast um að opna gögn og koma áður lokuðum upplýsingum upp á yfirborðið.

Heiti verkefnis: Strimillinn
Verkefnisstjóri: Lee Roy Tipton, Strimillinn ehf.
Tegund styrks: Frumherjastyrkur
Fjöldi styrkára: 2
Fjárhæð styrks: 14 millj. kr. alls
Tilvísunarnúmer Rannís: 153004-061

VERKEFNIÐ VAR STYRKT AF TÆKNIÞRÓUNARSJÓÐI.

Appið er aðgengilegt í Play Store fyrir Android og App Store fyrir iOS en einnig er hægt að skrá sig inn á vefsvæðið neytandinn.is til að fá nánari greiningu á eigin innkaupum, vöruframboði og verðlagi.

Kerfið hefur verið í þróun í yfir tvö ár og hefur á þeim tíma tekið á móti 80.000 strimlum og lesið af þeim um 750.000 verðlagsathuganir. Verkefnið vann árið 2015 frumkvöðlakeppnina Gulleggið sem  haldin er á vegum Icelandic Startups og hefur auk þess hlotið frumherjastyrk frá Tækniþróunarsjóði.

Afrakstur verkefnisins

  • Neytandinn – app fyrir iOS og Android
  • Upplýsingavefurinn: Neytandinn.is

 

 









Þetta vefsvæði byggir á Eplica